Hoppa yfir valmynd
30.06.2023 Innviðaráðuneytið

Hildur Ragnars skipuð forstjóri Þjóðskrár Íslands

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Hildi Ragnars í embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands frá 1. júlí. Umsækjendur um embættið voru átta en þrír drógu umsókn sína til baka. Hæfnisnefnd var ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum.

Hildur hefur lokið MSc prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár frá 1. júní 2022. Áður var hún framkvæmdastjóri á skrifstofu Þjóðskrár frá árinu 2020. Hún gegndi stjórnunarstörfum sem framkvæmdastjóri hjá Medis á árunum 2008-2020 og hefur mikla reynslu af stefnumótun og áætlanagerð í innlendu og alþjóðlegu starfsumhverfi.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta