Hoppa yfir valmynd
10.04.2024 Innviðaráðuneytið

Svandís Svavarsdóttir tekur við lyklavöldum í innviðaráðuneytinu

Svandís Svavarsdóttir tekur við lyklavöldum í innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni. - myndSigurjón Ragnar

Svandís Svavarsdóttir tók í dag við lyklavöldum í innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni sem hefur tekið við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau tóku við nýjum embættum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í gær.

„Það var sérstök ósk mín að taka við innviðaráðuneytinu til að geta fengist við fjölmörg spennandi viðfangsefni sem heyra undir það. Ég hef kynnst málaflokkum ráðuneytisins býsna vel í gegnum tíðina, ýmist sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, ráðherra skipulagsmála eða alþingismaður. Það er ánægjuefni að halda áfram öflugu starfi í ráðuneytinu á grunni stjórnarsáttmálans,“ segir Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra.

Svandís var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 2006-2009 og hefur verið alþingismaður fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð síðan 2009. Svandís hefur gegnt ýmsum ráðherraembættum, fyrst sem umhverfisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra (2009-2013), heilbrigðisráðherra (2017-2021), sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (2021-2022) og síðast matvælaráðherra frá 1. febrúar 2022.

„Ég óska Svandísi velfarnaðar í nýju embætti og hlakka til áframhaldandi samstarfs. Hér í ráðuneytinu eru mörg spennandi verkefni í fullum gangi og veit að þau eru nú komin í góðar hendur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson þegar hann færði Svandís lyklavöldin að ráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi hafði verið innviðaráðherra, áður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, samfellt frá 2017 en varð fyrst ráðherra árið 2013.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta