Hoppa yfir valmynd
18.04.2024 Innviðaráðuneytið

Innviðaráðherra skipar nýja stjórn Byggðastofnunar

Fra ársfundi Byggðastofnunar í Bolungarvík. - mynd

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað nýja stjórn Byggðastofnunar til eins árs. skipan hennar var kynnt á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Bolungarvík í gær. Óli Halldórsson frá Húsavík verður nýr formaður stjórnar en Guðný Hildur Magnúsdóttir frá Bolungarvík nýr varaformaður.

„Byggðastofnun hefur með verkum sínum áunnið sér traust samfélagsins alls. Stofnunin gegnir lykilhlutverki í því að greina hvað þurfi til að byggðir landsins geti blómstrað og  vinnur að fjölmörgum mikilvægum verkefnum hverju sinni,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 

Ný stjórn Byggðastofnunar

Samkvæmt lögum um Byggðastofnun skipar ráðherra sjö einstaklinga í stjórn stofnunarinnar til eins árs í senn. Ný stjórn Byggðastofnunar er þannig skipuð:

  • Óli Halldórsson, Húsavík, formaður
  • Guðný Hildur Magnúsdóttir, Bolungarvík, varaformaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri.
  • Haraldur Benediktsson, Hvalfjarðarsveit.
  • Karl Björnsson, Reykjavík.
  • María Hjálmarsdóttir, Eskifirði.
  • Oddný Árnadóttir, Reykjavík.

Varamenn eru:

  • Álfhildur Leifsdóttir, Sauðárkróki,
  • Sigrún Birna Steinarsdóttir, Reykjavík
  • Rúnar Þór Guðbrandsson, Mosfellsbæ.
  • Lilja Björg Ágústsdóttir, Borgarbyggð.
  • Valgerður Rún Benediktsdóttir, Reykjavík.
  • Valgarður Lyngdal Jónsson, Akranesi.
  • Jónína Björk Óskarsdóttir, Kópavogi.

Þau sem yfirgáfu stjórnina að þessu sinni eru Rúnar Þór Guðbrandsson og Jónína Björk Óskarsdóttir. Á fundinum var þeim þakkað fyrir vel unnin störf í þágu byggðamála. Stjórn og starfsfólki Byggðastofnunar var sömuleiðis þakkað fyrir gott samstarf og vel unnin störf.

Enskumælandi ráð í Mýrdalshreppi hlaut Landstólpann

Landstólpann, árlega viðurkenningu Byggðastofnunar til einstaklinga, fyrirtækja eða hópa fyrir framúrskarandi verkefni eða störf, hlaut í ár enskumælandi ráð í Mýrdalshreppi. Þetta er í þrettánda sinn sem viðurkenningin er veitt en alls bárust 65 tilnefningar.

Íbúum í Mýrdalshrepp hefur fjölgað hratt undanfarinn áratug en rúmlega helmingur íbúa í sveitarfélaginu er af erlendu bergi brotinn. Árið 2022 var enskumælandi ráð sett á laggirnar í Vík í ljósi þess að fjöldi erlendra íbúa á kjörskrá fjórfaldaðist í kjölfar breytinga á kosningalögum. 

Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum, sem endurspeglar hið fjölbreytta samfélag í Vík en þar býr fólk af um 20 þjóðernum.

 
  • Handhafar Landstólpans 2024 er enskumælandi ráð í Mýrdalshreppi. Fulltrúar verkefnisins tóku við viðurkenningunni. - mynd

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta