Hoppa yfir valmynd
30.04.2024 Innviðaráðuneytið

Aðalsteinn Þorsteinsson settur í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins

Aðalsteinn Þorsteinsson - mynd

Aðalsteinn Þorsteinsson hefur verið settur ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins frá 1. maí til og með 31. ágúst 2024. Það gerist eftir að Hermann Sæmundsson flyst í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra.

Aðalsteinn hefur starfað sem skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála frá því í júní 2022. Þá hefur Aðalsteinn starfað sem forstjóri Byggðastofnunar frá árinu 2002. Aðalsteinn starfaði einnig tímabundið sem forstjóri Þjóðskrár Íslands árið 2022. Aðalsteinn er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hann hefur jafnframt lokið námi í opinberi stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri frá sama skóla.

Guðni Geir settur skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála

Guðni Geir Einarsson verður settur skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála frá 1. maí til og með 31. ágúst 2024. Guðni Geir hefur starfað sem forstöðumaður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og sem staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála. Guðni Geir hefur starfað við Stjórnarráð Íslands með hléum frá árinu 2002 og lengst af við störf tengd Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Guðni Geir er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og meistaraprófi frá Kaupmannahafnarháskóla í stjórnmálafræði árið 2001.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta