Hoppa yfir valmynd
08.10.2024 Innviðaráðuneytið

Ingilín Kristmannsdóttir skipuð ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins

Ingilín Kristmannsdóttir - mynd

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Ingilín Kristmannsdóttur skrifstofustjóra í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Ingilín tekur við embættinu 15. október nk.

Ingilín hefur víðtæka reynslu hjá Stjórnarráði Íslands og unnið í innviðaráðuneytinu og forverum þess í tuttugu ár. Hún hefur gegnt embætti skrifstofustjóra stefnumótunar og fjárlaga í innviðaráðuneytinu frá árinu 2022 og sama embætti í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 2017. Frá 2021 hefur hún verið staðgengill ráðuneytisstjóra. Ingilín var skrifstofustjóri stefnumótunar og þróunar í innanríkisráðuneytinu á árunum 2011-2017 og skrifstofustjóri stjórnsýslu og fjármála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu árin 2009-2011. Þá starfaði hún sem sérfræðingur á skrifstofu samgönguráðherra í samgönguráðuneytinu á árunum 2004-2009.

Ingilín hefur setið í ýmsum stjórnum, m.a. stjórn Neyðarlínunnar frá 2010 og stjórn Flugfjarskipta. Einnig hefur hún stýrt og átt sæti í ýmsum starfshópum og nefndum.

Ingilín lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2002 og meistaraprófi í viðskiptafræði, stjórnun og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2004.

Þrettán umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra sem auglýst var um miðjan júní sl. Ráðgefandi hæfnisnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Eftir viðtöl ráðherra við umsækjendur og að teknu tilliti til álits hæfnisnefndar um hæfni umsækjenda var það ákvörðun ráðherra að veita Ingilín embættið.

Aðalsteinn Þorsteinsson hefur verið settur ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins frá 1. maí sl. en tekur að nýju við embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála í ráðuneytinu.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta