Hoppa yfir valmynd
01.11.2024 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðs fólks nema rúmum 40 milljörðum króna árið 2025

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fyrstu áætlun almennra framlaga sjóðsins vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2025. Framlögin á árinu eru áætluð 40.220 m.kr.

Fjárhæð framlaga vegna málaflokksins hverju sinni ræðst af fastri 1,44% hlutdeild í útsvarsstofni og 0,235% skatttekna ríkissjóðs og rennur lang stærsti hluti hennar í almenn framlög. Framlögin eru greidd mánaðarlega og fer fyrsta greiðsla ársins 2025 fram í lok febrúar. Framlögin reiknast á grundvelli samræmdrar stuðningsþarfar notenda þjónustunnar 88%, útsvarsstofni sveitarfélaga og þjónustusvæða 10,75% og innviðum, 1,25%. Hið síðastnefnda, framlag á grundvelli innviða byggir á fjölda þéttbýlisstaða og fjarlægða innan þjónustusvæða.

Gert er ráð fyrir því að áætlunin verði endurskoðuð í maí 2025.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta