Hoppa yfir valmynd
01.11.2024 Innviðaráðuneytið

Framlög vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða áætluð 3,75 milljarðar kr. árið 2025

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun framlaga til þeirra sveitarfélaga sem bjóða nemendum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum á árinu 2025 sbr. lög nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Samkvæmt áætluninni er heildarfjármagn til ráðstöfunar 3,75 ma.kr. á árinu 2025.

Framlagið skiptist hlutfallslega á milli sveitarfélaga eftir heildarnemendafjölda í grunnskólum í hverju sveitarfélagi 1. janúar 2024 skv. tölum Hagstofunnar og greiðist mánaðarlega til sveitarfélaga að undanskildum júlímánuði, auk þess sem úthlutun framlagsins í ágústmánuði tekur mið af því að skólaárið hefst um miðjan mánuðinn. Áætlunin verður uppfærð í ágúst nk. miðað við fjölda grunnskólabarna 1. janúar 2025.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta