Hoppa yfir valmynd
08.01.2025 Innviðaráðuneytið

Áætluð framlög vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna árið 2025

Innviðaráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun á framlagi til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2025. Jafnframt hefur ráðherra samþykkt tillögu um áætluð framlög til sveitarfélaga, sem byggir á reglugerðinni fyrir árið 2025, að fjárhæð 1.067,1 m.kr.

Fram kemur í 2. grein reglugerðarinnar með hvaða hætti framlög skulu reiknuð. Úthlutunin byggir á fjórum forsendum sem allar hafa jafnt vægi:

  1. Fjöldi barna í hverju sveitarfélagi.
  2. Fjöldi barna með stuðning í leik- og grunnskóla.
  3. Fjöldi barna á lágtekjuheimilum.
  4. Fjöldi barna af erlendum uppruna.

Framlögin verða enduráætluð seinna á árinu þegar uppfærð gögn berast frá Hagstofu Íslands um fjölda barna með stuðning í leik- og grunnskólum.

Efnisorð

Síðast uppfært: 8.9.2017 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta