Hoppa yfir valmynd

Afnot leiguhúsnæðis, breytingar og endurbætur, sala og framsal

Afnot leiguhúsnæðis

Leigjanda er óheimilt að nota leiguhúsnæði á annan hátt en um er samið í leigusamningi. Leigusali getur þó ekki borið fyrir sig frávik sem ekki hafa þýðingu fyrir hann eða aðra þá sem í húsinu búa eða starfa.

Fjallað er um afnot leiguhúsnæðis í VI. kafla húsaleigulaga.

Breytingar/endurbætur á leiguhúsnæði

Fjallað er um breytingar og endurbætur á leiguhúsnæði í 28. og 66. gr. húsaleigulaga.

Leigjanda er óheimilt að framkvæma breytingar eða endurbætur nema að fengnu samþykki leigusala og gerðu skriflegu samkomulagi um skiptingu kostnaðar og hvernig með skuli fara að leigutíma loknum. Skriflegt samþykki leigusala skal jafnframt liggja fyrir áður en leigjandi setur upp fastar innréttingar eða annað þess háttar fylgifé. Hið sama á við hyggist leigjandi skipta um læsingar í húsnæðinu.

Framangreint samkomulag leigjanda og leigusala skal gilda um breytingar og endurbætur á hinu leigða húsnæði við skil á húsnæðinu. Hafi leigjandi ekki gert slíkt samkomulag við leigusala um breytingar eða endurbætur á hinu leigða húsnæði eða búnaði þess skal leigusalinn eignast endurbæturnar án sérstaks endurgjalds við lok leigutímans nema hann kjósi þá eða áður að krefjast þess að leigjandi komi hinu leigða í upprunalegt ástand.

Leigjanda er heimilt að flytja brott með sér fastar innréttingar og annað þess háttar fylgifé, sem hann hefur sjálfur kostað til húsnæðisins, þegar ekki er um að ræða breytingar eða endurbætur á hinu leigða húsnæði eða búnaði þess skv. 1. mgr. 28. gr. laganna, enda komi leigjandi hinu leigða húsnæði aftur í upprunalegt ástand.

Sala leiguhúsnæðis

Sala leiguhúsnæðis er ekki háð samþykki leigjanda og því getur leigusali framselt eignarrétt sinn að hinu leigða og þar með réttindi sín og skyldur gagnvart leigjanda. Við eigendaskipti er réttarstaða leigjanda almennt óbreytt og hin sama, þ.e. skyldur hans aukast ekki og réttindi hans minnka ekki.

Framsal leiguréttar og framleiga

Leigjanda er almennt óheimilt að framselja leigurétt sinn eða framleigja hið leigða húsnæði án samþykkis leigusala.

Um sölu leiguhúsnæðis, framsal leiguréttar og framleigu er fjallað í IX. kafla húsaleigulaga.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta