Hoppa yfir valmynd

Ástand leiguhúsnæðis

Fjallað er um ástand leiguhúsnæðis í III. kafla húsaleigulaga. 

Ástand leiguhúsnæðis

Þegar leiguhúsnæði er afhent leigjanda skal það vera í því ástandi sem almennt er talið fullnægjandi miðað við fyrirhugaða notkun þess og staðsetningu. Húsnæðið skal við afhendingu vera hreint, rúður heilar, læsingar og rofar virkir, hreinlætis-, hitunar- og heimilistæki sem teljast fylgifé húsnæðis í lagi, sem og vatns- og frárennslislagnir, reykskynjari og slökkvitæki. Þá skal leiguhúsnæði að öðru leyti fullnægja kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum.

Ástandi leiguhúsnæðis ábótavant í upphafi

Ef í ljós kemur að húsnæðið er ekki í því ástandi sem leigusamningur greinir eða leigjandi hlaut að mega gera ráð fyrir þá skal leigjandi innan fjögurra vikna frá afhendingu gera leigusala skriflega grein fyrir aðfinnslum sínum og segja til um hverra úrbóta er krafist. Að öðrum kosti telst leigjandi una húsnæðinu.

Ástandi leiguhúsnæðis ábótavant síðar

Leigjandi skal gera leigusala skriflega grein fyrir göllum sem síðar koma fram á húsnæðinu og ekki voru sýnilegir við venjulega athugun innan 14 daga frá því hann varð þeirra var.

Úrræði leigjanda ef leigusali bætir ekki úr annmörkum

Hefjist leigusali ekki handa við að bæta úr annmörkum á húsnæðinu innan fjögurra vikna frá því að honum barst skrifleg tilkynning skv. 1. eða 2. mgr. 16. gr. húsaleigulaga er leigjanda heimilt að ráða bót á þeim og draga frá leigunni þann kostnað sem af hlýst, enda hafi hann fyrst aflað samþykkis úttektaraðila, sbr. XIV. kafla laganna.

Ef leigusali hefur ekki bætt úr annmörkum á húsnæðinu innan átta vikna frá því að tilkynning barst honum og leigjandi ekki neytt réttar síns eins og að ofan greinir er leigjanda heimilt að rifta leigusamningi, enda sé um verulega annmarka að tefla miðað við fyrirhuguð not leigjanda af húsnæðinu.

Lækkun á húsaleigu

Þá á leigjandi kröfu til hlutfallslegrar lækkunar á leigu meðan ekki hefur verið bætt úr annmörkum á húsnæðinu. Þá lækkun metur úttektaraðili óski leigjandi eða leigusali eftir því en aðilar geta þó borið álit hans undir kærunefnd húsamála.

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta