Rafmagnsöryggi
Rafmagnsöryggi í landinu er viðvarandi viðfangsefni stjórnvalda, enda byggir nútímasamfélag að verulegum hluta á notkun rafmagns. Mikilvægt er að sú notkun ógni ekki heilsu fólks né eignum og því hafa verið sett lög sem hafa það að markmiði að draga sem mest úr hættu og tjóni af raforkuvirkjum, neysluveitum og rafföngum.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur verið falið að hefur yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum á Íslandi og sér um skoðanir á raforkuvirkjum, neysluveitum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, löggildir rafverktaka, skráir og rannsakar slys og tjón af völdum rafmagns og annast útgáfu á kynningar- og fræðsluefni er varðar rafmagnsöryggi.
Sjá einnig:
Lög
Gagnlegir tenglar
Húsnæðis- og mannvirkjamál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.