Innviðaráðuneytið
Skýrsla birt um einn feril húsnæðisuppbyggingar
06.12.2024Starfshópur innviðaráðherra um einn feril húsnæðisuppbyggingar hefur lokið störfum og skilað skýrslu...
Öruggt húsnæði er mikilvæg forsenda fyrir velferð hverrar fjölskyldu. Meginmarkmið opinberrar stefnu í húsnæðismálum er að tryggja húsnæðisöryggi allra landsmanna. Í því felst m.a. að stuðla að því að á hverjum tíma sé hæfilegt framboð af hentugu húsnæði sem mætir ólíkum þörfum fólks, efnum og aðstæðum og að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem þess þurfa með.
Stjórnskipulagi húsnæðismála er lýst í lögum um húsnæðismál en samkvæmt þeim annast Íbúðalánasjóður stjórn og framkvæmd húsnæðismála í umboði ráðherra.
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að leysa húsnæðisþörf fólks í viðkomandi sveitarfélagi sem ekki er fært um það án aðstoðar.
Verkefni á sviði húsnæðismála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun er húsnæðisstuðningur.
Öruggt húsnæði er mikilvæg forsenda fyrir velferð hverrar fjölskyldu. Meginmarkmið opinberrar stefnu í húsnæðismálum er að tryggja húsnæðisöryggi allra landsmanna. Í því felst m.a. að stuðla að því að á hverjum tíma sé hæfilegt framboð af hentugu húsnæði sem mætir ólíkum þörfum fólks, efnum og aðstæðum og að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem þess þurfa með.
Stjórnskipulagi húsnæðismála er lýst í lögum um húsnæðismál en samkvæmt þeim annast Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stjórn og framkvæmd húsnæðismála í umboði ráðherra.
Sveitarstjórnir bera ábyrgð á að leysa húsnæðisþörf fólks í viðkomandi sveitarfélagi sem ekki er fært um það án aðstoðar.
Grænbók um húsnæðismál var gefin út að loknu opnu samráði í apríl 2023. Grænbókin eru liður í stefnumótun stjórnvalda en þetta er í fyrsta skipti sem unnið er að formlegri stefnu á landsvísu í húsnæðismálum. Með grænbókinni er lagður grunnur að fyrstu húsnæðisstefnu ríkisins til næstu 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Í henni er greint frá stöðumati húsnæðismála og kynnt drög að lykilviðfangsefnum, framtíðarsýn og áherslum við gerð stefnunnar.
Verkefni á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:
- Húsnæðisstuðningur
Innviðaráðuneytið
Starfshópur innviðaráðherra um einn feril húsnæðisuppbyggingar hefur lokið störfum og skilað skýrslu...
Innviðaráðuneytið
Neytendasamtökin munu áfram veita leigjendum og leigusölum ráðgjöf og þjónustu með stuðningi...
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.