Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Kosning.is

Í aðdraganda kosninga er á kosningavefsvæði dómsmálaráðuneytisins að finna hagnýtar upplýsingar um undirbúning og framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og atkvæðagreiðslu á kjördag auk þess sem birt er fræðsluefni af ýmsum toga er snertir kosningar. Þá eru birt leiðbeiningarmyndbönd vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, bæði á íslensku og ensku, myndband um atkvæðagreiðslu á kjördag auk upplýsinga á táknmáli.

Vefsvæði síðastliðinna kosninga:

  • Alþingiskosningar
  • Forsetakosningar
  • Sveitarstjórnarkosningar
  • Þjóðaratkvæðagreiðslur
Verkefni á sviði kosninga heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun: Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla innanríkismála.

Kosningar

Landskjörstjórn er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur yfirumsjón með framkvæmd kosninga og annast framkvæmd kosningalaga. Landskjörstjórn heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra sem fer með málefni kosninga.

Um Landskjörstjórn og framkvæmd kosninga á island.is.

Almennt netfang Landskjörstjórnar er [email protected].

Listabókstafir

Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006  er kveðið á um hvernig standa skuli að umsókn um úthlutun á listabókstaf og staðfestingu á heiti stjórnmálasamtaka. Samkvæmt 2. gr. k. tekur dómsmálaráðuneytið saman skrá um listabókstafi og heiti stjórnmálasamtaka. Skráin skal birt í B deild Stjórnartíðinda eigi síðar en 8 vikum eftir hverjar almennar alþingiskosningar og hefur að geyma upplýsingar um heiti og listabókstafi þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista í nýafstaðnum kosningum.

Ákvörðun ráðuneytisins um úthlutun listabókstafs byggir á óskum stjórnmálasamtakanna með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka sem eru á skránni yfir þá sem buðu fram í síðustu kosningum.

Umsókn um nýja listabókstafi og staðfestingu á heiti nýrra stjórnmálasamtaka

Dómsmálaráðuneytið tekur við umsóknum um nýja listabókstafi og staðfestingu á heiti nýrra stjórnmálasamtaka.
Umsóknin þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. umsókn verður að berast ráðuneytinu eigi síðar en þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur rennur út
b. umsókn skal fylgja yfirlýsing a.m.k. 300 kjósenda
c. skýrt þarf að koma fram í yfirlýsingunni að mælt sé með heiti samtakanna og úthlutun tiltekins listabókstafs
d. yfirlýsingin skal dagsett, og þar skal koma fram nafn meðmælanda, kennitala hans og heimili.
e. heiti stjórnmálasamtakanna má ekki vera þannig að ætla megi að villst verði á því og heiti samtaka sem þegar eru á skrá um listabókstafi og heiti stjórnmálasamtaka.

Þegar umsóknin berst ráðuneytinu er stjórnmálasamtökum sem eru á skrá yfir þá sem buðu síðast fram í kosningum tilkynnt um umsóknina. Telji ráðuneytið að ætla megi að villst verði á heiti nýrra stjórnmálasamtaka og þeirra samtaka sem þegar eru á skránni skal samtökunum gefinn hæfilegur frestur til að bæta úr. Uppfylli umsókn skilyrðin staðfestir ráðuneytið heiti stjórnmálasamtakanna og ákveður bókstaf þeirra.
Þegar tekin hefur verið ákvörðun um listabókstaf og heiti skal títtnefnd skrá uppfærð og birt í B deild Stjórnartíðinda og tilkynnt landskjörstjórn og yfirkjörstjórnum.

Stjórnmálasamtakaskrá

Ríkisskattstjóri skráir stjórnmálasamtök samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka nr. 162/2006 og starfrækir stjórnmálasamtakaskrá í því skyni. Stjórnmálasamtakaskrá er birt á vef Skattsins ásamt upplýsingum sem fylgja umsókn um skráningu.

Síðast uppfært: 6.11.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta