Hoppa yfir valmynd
Táknmál

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Allir þurfa einhvern tíma á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, þótt í mismiklum mæli sé, enda tekur kerfið mið af ólíkum þörfum fólks og aðstæðum á öllum æviskeiðum. Verkefni á sviði lýðheilsu og forvarna eru mikilvægur liður í því að efla eða viðhalda heilsu og auka velferð landsmanna og falla því hér undir, líkt og lyfjamál, lífvísindi og lífsiðfræði. Lífvísindi og lífsiðfræði fjalla m.a. um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði , lífsýnasöfn, líffæragjafir og líffæraígræðslu, ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.

Verkefni á sviði lífs og heilsu heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:

Sjúkrahúsþjónusta

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

Lyf og lækningavörur

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Líf og heilsa

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Allir þurfa einhvern tíma á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, þótt í mismiklum mæli sé, enda tekur kerfið mið af ólíkum þörfum fólks og aðstæðum á öllum æviskeiðum. Verkefni á sviði lýðheilsu og forvarna eru mikilvægur liður í því að efla eða viðhalda heilsu og auka velferð landsmanna og falla því hér undir, líkt og lyfjamál, lífvísindi og lífsiðfræði. Lífvísindi og lífsiðfræði fjalla m.a. um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði , lífsýnasöfn, líffæragjafir og líffæraígræðslu, ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.

Verkefni á sviði lífs og heilsu heyra meðal annars undir eftirfarandi málefnasvið í gildandi fjármálaáætlun:

  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
  • Lyf og lækningavörur
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 25.10.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta