Heilbrigðisráðuneytið
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Allir þurfa einhvern tíma á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda, þótt í mismiklum mæli sé, enda tekur kerfið mið af ólíkum þörfum fólks og aðstæðum á öllum æviskeiðum. Verkefni á sviði lýðheilsu og forvarna eru mikilvægur liður í því að efla eða viðhalda heilsu og auka velferð landsmanna og falla því hér undir, líkt og lyfjamál, lífvísindi og lífsiðfræði. Lífvísindi og lífsiðfræði fjalla m.a. um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði , lífsýnasöfn, líffæragjafir og líffæraígræðslu, ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.