Hoppa yfir valmynd

Græðarar

Græðarar starfa samkvæmt lögum um græðara. Græðarar veita heilsutengda þjónustu og er þá átt við þjónustu sem einkum tíðkast utan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu og byggist fremur á hefð og reynslu en gagnreyndum vísindalegum niðurstöðum. Slík þjónusta felur í sér meðferð með það að markmiði að efla heilsu fólks, lina þjáningar, draga úr óþægindum og stuðla að heilun. 

Samkvæmt lögum um græðara hefur Bandalag íslenskra græðara umsjón með frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara. Aðeins þeir sem eru skráðir í kerfið hafa rétt til að kalla sig græðara og í reglugerð um frjálst skráningarkerfi græðara er kveðið á um þær kröfur sem gerðar eru fyrir skráningu.

Skráningarkerfi fyrir græðara er ætlað að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir eða nýta sér heilsutengda þjónustu græðara og tryggja gæði þjónustunnar eftir því sem kostur er. Auk þess á skráningarkerfið að stuðla að ábyrgri þjónustu og viðskipaháttum græðara.

Skráðum græðara er skylt að hafa ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi vegna tjóns sem leitt getur af gáleysi í störfum hans. Í stað vátryggingar er græðara þó heimilt að leggja fram ábyrgð sem veitt er af viðskiptabanka eða sparisjóði, eða annars konar tryggingu sem veitir sambærilega vernd að mati ráðherra.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 4.12.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta