Ávana- og fíkniefni
Í lögum um ávana- og fíkniefni er kveðið á um að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna, sem talin eru upp í lögunum, sé óheimil á íslensku forráðasvæði. Þannig er inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla og varsla tækja, hluta eða efna til notkunar við ólöglega ræktun, framleiðslu eða tilbúning ávana- og fíkniefna bönnuð. Ráðherra er heimilt að ákveða í reglugerð að efni sem ekki er getið í lögunum en geta haft hættu í för með sér vegna eiginleika þeirra megi aðeins nota hér á landi í læknisfræðilegum og vísindalegum tilgangi. Sama á við um efni sem vísindalegar rannsóknir benda til að haft gætu slíka hættu í för með sér.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Lyfjamál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.