E. Lög og reglur |
Lýsing á aðgerð
Tryggð verði viðeigandi og fordómalaus heilbrigðisþjónusta fyrir trans fólk og teymi Landspítala um kynvitund og breytingar á kyneinkennum setji sér verklagsreglur í samræmi við viðurkenndar vinnureglur á alþjóðavettvangi.
Markmið aðgerðarinnar verði að setja verklagsreglur sem byggjast á nýjustu rannsóknum í málaflokknum.
Tímaáætlun: 2022–2023.
Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 3.8 og 5.6.
Staða verkefnis í október 2024: Transteymið hefur nú færst af geðsviði yfir á lyflækningarsvið. Og byggir þjónustu sína á alþjóðlegum leiðbeiningu, WPATH.Ábyrgð
Heilbrigðisráðuneytið
Komið vel á veg