B. Fræðsla og forvarnir |
Lýsing á aðgerð
Unnið verði fræðsluefni fyrir lögreglu um hinsegin málefni með það fyrir augum að tryggja betri þekkingu innan lögreglunnar á málaflokknum.
Markmið aðgerðarinnar verði að fræðsluefni um hinsegin fólk, málefni og stöðu þess verði komið með skipulegum hætti til lögregluembætta landsins.
Tímaáætlun: 2023–2024.
Ábyrgð: Dómsmálaráðuneyti í samvinnu við ríkislögreglustjóra.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.3, 16.3, 16.6 og 16.10.
Staða í október 2024: Fræðsla um hinsegin málefni fyrir stjórnendur vakta hefur verið hluti af námsefninu síðastliðin ár og verður það áfram. Haldin hafa verið 2 námskeið um hatursglæpi í samstarfi við ÖSE, þar af eitt þjálfaranámskeið. Verið er að leggja lokahönd á myndvinnslu fræðslumyndbanda um hinsegin málefni í samstafi við Samtökin 78 og verða þau birt á innri vef lögreglu fyrir áramót. Þá hafa verið haldnir fræðslufundir í beinu streymi í samstarfi við Samtökin 78.
Ábyrgð
Dómsmálaráðuneytið
Komið vel á veg