Hoppa yfir valmynd
D. Vinnumarkaður

Lýsing á aðgerð

Gerð verði könnun á viðhorfi og stöðu hinsegin fólks innan sjávarútvegs og landbúnaðar.

Markmið aðgerðarinnar er að vekja athygli á stöðu hinsegin fólks í sjávarútvegi og landbúnaði og mikilvægi fjölbreytileika í öllum atvinnugreinum.

    Tímaáætlun: 2024–2025.

    Ábyrgð: Matvælaráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 8.8 og 10.3.

Staða verkefnis í mars 2025: 

Ráðuneytið vann könnun á viðhorfi starfsfólks í sjávarútvegi, landbúnaði og tengdum greinum gagnvart hinsegin fólki í samráði við Samtökin78 og Maskínu undir lok árs 2024 til febrúar 2025. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós ólíka upplifun hinsegin starfsfólks og annarra í greinunum.

Fram kemur að hinsegin svarendur séu líklegri til að hafa tekið eftir að starfsfólk eða stjórnendur segi óviðeigandi sögur, brandara eða yfirlýsingar í garð hinsegin fólks heldur en aðrir. Hinsegin fólk er jafnframt líklegra til að hafa upplifað mismunun, áreiti, fordóma eða ofbeldi í garð hinsegin fólks í greininni á síðustu tveimur árum.

Af hinsegin svarendum telja 50% mikla þörf á að fjallað sé meira um hinsegin málefni innan greinarinnar og skýrari stefna sé mörkuð í málefnum hinsegin fólks, en aðeins tæp 25% annarra að því er fram kemur í frétt ráðuneytisins https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/03/11/Upplifun-hinsegin-starfsfolks-i-sjavarutvegi-og-landbunadi-onnur-en-gagnkynhneigdra/.

Ítarlegri upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má nálgast í https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/MAR/Fylgiskjol/2025-02-Matv%c3%a6lar%c3%a1%c3%b0uneyti%c3%b0-Mask%c3%adnusk%c3%bdrsla.pdf

 

Ábyrgð

Matvælaráðuneytið

Lokið

Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta