D. Vinnumarkaður |
Lýsing á aðgerð
Gerð verði könnun á viðhorfi og stöðu hinsegin fólks innan sjávarútvegs og landbúnaðar.
Markmið aðgerðarinnar er að vekja athygli á stöðu hinsegin fólks í sjávarútvegi og landbúnaði og mikilvægi fjölbreytileika í öllum atvinnugreinum.
Tímaáætlun: 2024–2025.
Ábyrgð: Matvælaráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 8.8 og 10.3.
Staða verkefnis í október 2024: Spurningarlistar vegna könnunarinnar bíða samþykktar ráðherra. Eftir kynningu til hagaðila verða spurningarnar sendar út í samstarfi við Maskínu.
Ábyrgð
Matvælaráðuneytið
Á byrjunarstigi