C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning |
Lýsing á aðgerð
Skipaður verði starfshópur undir forystu forsætisráðuneytis til að vinna að heildarúttekt á aðgengismálum fyrir trans fólk út frá gildandi reglum og stöðu málaflokksins almennt. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og innviðaráðuneyti.
Markmið aðgerðarinnar verði að skýra og samræma reglur um aðgengi trans fólks á vinnustöðum og almenningsrýmum, svo sem sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum.
Tímaáætlun: 2023–2024.
Ábyrgð: Forsætisráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 8.8, 10.2 og 10.3.
Staða verkefnis í apríl 2024: Verkefnið er í undirbúningi.
Ábyrgð
Forsætisráðuneytið
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Á byrjunarstigi