Hoppa yfir valmynd
C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning

Lýsing á aðgerð

Skipaður verði starfshópur undir forystu forsætisráðuneytis til að vinna að heildarúttekt á aðgengismálum fyrir trans fólk út frá gildandi reglum og stöðu málaflokksins almennt. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og innviðaráðuneyti.

Markmið aðgerðarinnar verði að skýra og samræma reglur um aðgengi trans fólks á vinnustöðum og almenningsrýmum, svo sem sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum.

    Tímaáætlun: 2023–2024.

    Ábyrgð: Forsætisráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 8.8, 10.2 og 10.3.

Staða verkefnis í apríl 2024: Verkefnið er í undirbúningi.

Ábyrgð

Forsætisráðuneytið

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Á byrjunarstigi

Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta