B. Fræðsla og forvarnir |
Lýsing á aðgerð
Unnið verði fræðsluefni um stöðu hinsegin barna og ungmenna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, auk þess sem útbúnar verði leiðbeiningar fyrir þá sem bera ábyrgð á slíku starfi. Tekið verði mið af þörfum ólíkra hópa í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Aðilar sem bera ábyrgð á starfseminni setji sér jafnréttisstefnu sem taki til þátttöku og aðgengis hinsegin barna og ungmenna að íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Markmiðið verði að tryggja þátttöku og aðgengi hinsegin barna og ungmenna að íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Tímaáætlun: 2022–2023.
Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2 og 10.3.
Staða í október 2024: Unnið hefur verið fræðsluefni í samstarfi við Samtökin 78 og verður það kynnt á vormánuðum 2024
Ábyrgð
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Komið vel á veg