C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning |
Lýsing á aðgerð
Úttekt á líðan hinsegin fólks á landsbyggðinni verði gerð og hún skoðuð út frá samfélagslegum þáttum og því markmiði að jafna búsetuskilyrði í landinu. Hugað verði sérstaklega að líðan og stöðu hinsegin fólks í litlum samfélögum á landsbyggðinni þar sem nálægð er mikil og atvinnulíf er víða einhæft.
Markmið aðgerðarinnar verði að rannsaka líðan og stöðu hinsegin fólks á landsbyggðinni.
Tímaáætlun: 2022–2024.
Ábyrgð: Forsætisráðuneyti í samstarfi við innviðaráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2, 10.3, 10.4., 11.a, 11.b og 11.3.
Staða verkefnis í október 2024: Vinna við rannsóknina er hafin hjá RIKK.
Ábyrgð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Hafið