Hoppa yfir valmynd
A. Stjórnsýslan

Lýsing á aðgerð

Varið verði 40 millj. kr. samtals til verkefna sem styðja við málefni hinsegin fólks á vegum ráðuneyta á tímabilinu 2022–2025. Verkefnin verði samstarfsverkefni ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnana eða háskólasamfélagsins og niðurstöður, reynsla og þekking verði nýtt á sviði málefna hinsegin fólks eða til að innleiða tillögur á grunni verkefna í aðgerðaáætlun.

Forsætisráðuneytið auglýsi eftir umsóknum frá ráðuneytum og úthluti 10 millj. kr. árlega á tímabilinu að undangengnu faglegu mati skrifstofu jafnréttismála. Reglur sjóðsins og umsóknareyðublöð verði kynnt ráðuneytum fyrir 1. september 2022.

    Tímaáætlun: 2022–2025.

    Ábyrgð: Forsætisráðuneyti.

    Kostnaðaráætlun: 40 millj. kr.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Aðalinntak heimsmarkmiðanna um að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.

Staða verkefnis í október 2024: Búið er að úthluta þrisvar úr sjóðnum.

 

Ábyrgð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Komið vel á veg

Til baka

Aðgerðir í jafnréttismálum

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta