B. Fræðsla og forvarnir |
Lýsing á aðgerð
Boðið verði upp á fræðslu um hinsegin málefni fyrir alla kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.
Markmið aðgerðarinnar verði að auka þekkingu meðal kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga um réttindi og félagslega stöðu hinsegin fólks.
Tímaáætlun: 2024–2025.
Ábyrgð: Innviðaráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.3 og 16.6.
Staða verkefnis í október 2024: Boðið hefur verið upp á fræðslu fjórum sinnum. Hugsanlegt að verði gert oftar.
Ábyrgð
Innviðaráðuneytið
Komið vel á veg