C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning |
Lýsing á aðgerð
Úttekt á líðan hinsegin barna í skólakerfinu verði samþætt við rannsóknir á líðan skólabarna og unnar tillögur um úrbætur á grundvelli niðurstaðna. Hugað verði sérstaklega að líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins.
Markmið aðgerðarinnar verði að rannsaka líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna.
Tímaáætlun: 2024–2025.
Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 4.2, 4.5, 4.a, 5.c, 10.2 og 10.3.
Staða í október 2024: Stefnt er að því að framkvæma rannsóknina á árinu 2025.
Ábyrgð
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Hafið