C. Rannsóknir, úttektir og kortlagning |
Lýsing á aðgerð
Gerð verði rannsókn á stöðu og réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Meðal annars verði horft til löggjafar og stefnumótunar stjórnvalda, stöðu hinsegin barna og ungmenna í skólum, stöðu á vinnumarkaði, stöðu eldri borgara innan hinsegin samfélagsins, aðgengis að félagslegri þjónustu og þjónustu heilbrigðiskerfisins og almennt til félagslegrar stöðu og réttinda. Leitað verði eftir samstarfi við Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum (RIKK) við framkvæmd rannsóknarinnar.
Markmið aðgerðarinnar verði að kortleggja stöðu og réttindi hinsegin fólks á Íslandi til að útfæra frekari aðgerðir til hagsbóta fyrir hinsegin fólk í samfélaginu.
Tímaáætlun: 2022–2024.
Ábyrgð: Forsætisráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: 5 millj. kr.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 10.2, 10.3, 10.4, 16.6, 16.7, 16.10, 16.b og 17.17.
Staða verkefnis í október 2024: Vinna við kortlagningu hafin hjá RIKK.
Ábyrgð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Hafið