B. Fræðsla og forvarnir |
Lýsing á aðgerð
Tryggt verði að stjórnendur og þeir sem fara með mannaforráð hjá ríkinu hafi þekkingu á málefnum hinsegin fólks á vinnumarkaði.
Markmið aðgerðarinnar verði að efla fræðslu meðal stjórnenda ríkisins í samstarfi við hagsmunasamtök hinsegin fólks þannig að stjórnendur þekki til málefna og stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði.
Tímaáætlun: 2023–2024.
Ábyrgð: Fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Kostnaðaráætlun: Rúmist innan fjárheimilda.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 8.8, 10.4, 16.6 og 16.10.
Staða verkefnis í október 2024: Fjölbreytileiki og málefni hinsegin fólks eru reglulega til umfjöllunar, m.a. í vinnu við mótun stefnu ríkisins í mannauðsmálum. Var m.a. umfjöllunarefna á málþingi um stjórnun í breyttum heimi - áskoranir sem mæta stjórnendum og starfsfólki - þar sem stjórnendur og þau sem fara með mannaforráð hjá ríkinu komu saman.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Komið vel á veg