Hoppa yfir valmynd
10.04.2013 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

7. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 7. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti á vinnumarkaði
Staður og stund:
Stefnið, 3. hæð í Hafnarhúsinu, VEL. 10. apríl 2013 kl. 14.30.
Málsnúmer:

VEL 12100264
Mætt:
Benedikt Valsson (Samband), Oddur S. Jakobsson (KÍ), Sverrir Jónsson (FJR), Maríanna Traustadóttir (ASÍ), Guðlaug Kristjánsdóttir (BHM), og Birna Hreiðarsdóttir.

Forföll: Hannes G. Sigurðsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Fundarritari: Birna Hreiðarsdóttir

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð fundar frá 24. mars. Smávægilegar breytingar gerðar og fundargerð samþykkt. 

2. Ráðning starfsmanns

Staðan rædd. Formaður greindi frá því að tekin hafi verið viðtöl við 2 efstu kandídatana og hefði niðurstaðan verið sú að RGE teldist hæfust til starfsins. Málið væri nú í höndum yfirstjórnar ráðuneytisins til afgreiðslu. Vonast væri til að starfsmaður gæti hafið störf í síðasta lagi 1. maí nk.

3. Verkáætlun

 a. Framhald rannsóknar Hagstofunnar á kynbundnum launamun á vinnumarkaði.
Árið  2010 birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun sem byggðist á bókun aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga 2008.  ASÍ greidd ásamt SA fyrir þá launarannsókn. Í sérstakri bókun með kjarasamningum í maí 2011 var kveðið á um að samstarfi við Hagstofuna um launakannanir á almennum markaði verði haldið áfram. Fara þarf í skoðun á því hvernig setja megi þá vinnu í gang, jafnframt að skoða hvernig hagað yrði kostnaði við framkvæmd nýrrar launarannsóknar. 

Rætt var um mikilvægi þess að rannsóknir á almennum og opinberum vinnumarkaði verði samræmdar. Ef aðgerðarhópurinn héldi til streitu að þannig verði staðið að málum í framtíðinni væri ljóst að tafir verði á verkinu. Fram kom það sjónarmið að árangursríkast væri að framkvæmdar yrðu endurteknar launarannsóknir til að finna út kynbundinn launamun. Einnig að mikilvægt væri að finna “best practice” varðandi aðferðafræðina við rannsóknir á kynbundnum launamun.

b. Yfirsýn yfir vinnu við launarannsóknir í þjóðfélaginu
Fundarmenn töldu mikilvægt að fengin yrði heildaryfirsýn yfir allar nýlegar launarannsóknir og þá einkum rannsóknir á kynbundnum launamun sem framkvæmdar hafa verið eða eru í vinnslu, svo og hvað nefndir/hópar eru að fjalla um þessi mál. GK sagði að í tengslum við þessa vinnu væri mikilvægt að skýra hugtök til að forðast hugtakarugling, jafnframt að greina hvað er verið að skoða og hvað ekki.

c. Verkefni á grundvelli jafnlaunastaðalsins.
Fara þarf í vinnu við greiningu á inntaki jafnlaunastaðalsins og í kjölfarið að undirbúa og fylgja eftir tilraunaverkefnum á grundvelli staðalsins með þátttöku fyrirtækja og stofnana.

d. Ráðstefna í LOK október nk. um kynbundinn launamun.
Huga þarf að undirbúningi sem fyrst og athuga ma. hvort unnt sé að fá fyrirlesara erlendis frá til að halda erindi á ráðstefnunni. 

e. Gerð kynningarefnis og heimasíðu.
Útbúa þarf upplýsingaefni um kynbundinn launamun sem ætlað er fyrirtækjum og stofnunum og öðrum sem áhuga hafa á þessu mikilvæga máli og koma þessum upplýsingum á framfæri. Þar verði sérstaklega bent á markvissar leiðir til að draga úr kynbundnum launamun innan stofnana og fyrirtækja.Formaður sagðist myndu endurskoða drög að verk- og tímaáætlun sem unnin var af undirhópi aðgerðahópsins og senda hópnum til umsagnar fyrir næsta fund.

4.    Næsti fundur:

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 8. maí nk. kl. 14.30

Birna Hreiðarsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta