Hoppa yfir valmynd
08.05.2013 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

8. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:  8. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti á vinnumarkaði
Staður og stund:
Miðvikudagur, 08. maí 2013 kl. 14.30.
Málsnúmer: VEL12100264

Mætt: Benedikt Valsson (BV,Samband íslenskra sveitarfélaga ), Hannes G. Sigurðsson (HGS,  SA), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ), Sverrir Jónsson (SJ, FJR), Maríanna Traustadóttir (MT,  ASÍ), Guðlaug Kristjánsdóttir (GK, BHM), Birna Hreiðarsdóttir, formaður (BH) og Rósa G. Erlingsdóttir starfsmaður aðgerðahópsins.

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir (RGE)

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

1.         Kynning starfsmanns

Starfsmaður aðgerðahópsins Rósa Guðrún Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur hóf störf mánudaginn 6. maí – stutt kynning á starfsmanni og fundarmönnum öllum.

2.       Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 7. fundar frá  10. apríl borin upp til samþykktar.  Smávægilegar breytingar gerðar og fundargerð samþykkt. 

3.         Verkáætlun lögð fram til samþykktar

Formaður kynnti fyrri hluta tímasettrar verkáætlunar. Nokkrar umræður voru um efni áætlunarinnar.

a. Jafnlaunastaðall: Fundarmenn voru í upphafi funds upplýst um samráðshóp velferðarráðuneytis og Jafnréttisstofu sem vinnur í samstarfi við faggildingarsvið Einkaleyfisstofu að því að skilgreina hvaða faglegu kröfur (faggildingarkröfur) vottunarstofur þurfa að uppfylla til að geta framkvæmt vottun á grundvelli jafnlaunastaðalsins.

b. Jafnlaunavottun VR. Rætt var um verkefni VR um jafnlaunavottun og samþykkt að formaður og starfsmaður myndu óska eftir fundi með formanni VR um málið.

c. Rætt var um ráðstefnu um kynbundinn launamun og samþykkt var að hópurinn myndi leita eftir upplýsingum um dagskrá jafnréttisþings og jafnréttisviku sem áætlun er um að halda á vegum stjórnvalda í kringum 24. október næstkomandi. Gott væri að nýta samlegðaráhrif og tryggja að fjallað yrði um launajafnrétti á þinginu.

d. Samþykkt var að verkefni starfsmanns væri að safna saman upplýsingum / gögnum um mismunandi launarannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi á síðustu áratugum og leggja fyrir aðgerðahópinn drög að skýrslu um launarannsóknir. Markmiðið er að safna saman í eina vinnuskýrslu yfirliti yfir rannsóknir ásamt umfjöllun og greiningu á þeim breytum / viðmiðum sem stuðst hefur verið við. Með því má meta hvaða viðmið sé æskilegt að styðjast við í rannsóknum á kynbundnum launamun á vinnumarkaði. Fundarmenn bentu sérstaklega á fyrirkomulag launarannsókna á hinum Norðurlöndunum þó einkum í Svíþjóð þar sem launarannsóknir eru fastur liður í árlegum rannsóknum og hagskýrslugerð. Einnig var bent á að gott væri að leita upplýsinga hjá sænska embætti ríkissáttasemjara, Medlingsinstitutet  og á reglubundnar rannsóknir sænska vinnuveitendafélags, Arbetsgivarverket, á launamun kynja. Umfjöllunin verði einnig byggð á rri samantekt Hagstofu Íslands um greiningar á kynbundnum launamun frá árinu 2008. Vinnuskýrslu um launarannsóknir má nýta fyrir áfangaskýrslur hópsins.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16.05
Næsti fundur var ákveðinn miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 14.30.


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta