Hoppa yfir valmynd
05.02.2014 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

14. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 14. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund:
Velferðarráðueytið 05. febrúar kl. 14.30 -16.15.
Málsnúmer:
VEL12100264.

Mætt: Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR) Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE) starfsmaður aðgerðahóps.

Gestir á fundinum: Margrét K. Indriðadóttir, deildarstjóri á Hagstofu Íslands, Alda Kristín Sigurðardóttir og Guðfinna Hinriksdóttir (BPW).

Forföll boðuðu: Marianna Traustadóttir (MT, ASÍ).

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá:

1.            Fundargerð 13. fundar lögð fram til samþykktar

Fundargerð samþykkt.

2.            Verkefni um kynskiptan vinnumarkað

  1. Dagskrá opinna umræðufunda sem haldnir verða 14. og 26. feb. n.k. lögð fram til kynningar og dagskrá beggja funda samþykkt. Dagskrá og skráning á báða viðburði verður sett á vef ráðuneytisins innan tíðar. Einnig verður vakin athygli á fundunum með viðburðarsíðum á Facebook og sérstök „like“ síða sett upp fyrir aðgerðahópinn við sama tilefni. Samþykkt var að auglýsingastofu yrði falið að hanna sérstakt merki fyrir aðgerðahópinn.
  2. Vefsíður, ýmsar áhugaverðar fyrirmyndir til og ákveðið að skoða nánar vefinn skiftjobmand.dk sem settur var upp af danska jafnréttismálaráðuneytinu til að fylgja eftir samnorrænu skýrslunni Mænd i omsorgsarbejde. Skýrslan verður kynnt á umræðufundinum um karla í umönnunar- og kennslustörfum 14. febrúar.

3.            Staða karla og kvenna á vinnumarkaði

  1. Samkvæmt minnisblaði um rannsóknir á stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði er lagt til að aðgerðahópurinn standi að sænskri fyrirmynd fyrir gerð og útgáfu rannsóknaskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði þar sem sú þekking sem nú þegar er fyrir hendi verði kortlögð. Kannaðir verði möguleikar á keyrslu gagna úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar og jafnvel ráðist í þær rannsóknir sem talin er vera þörf á til að fá megi heildstæða mynd af stöðu kynjajafnréttis á vinnumarkaði.
  2. Launarannsókn 2014 – Margrét K. Indriðadóttir, deildarstjóri á Hagstofu Íslands kynnti fyrir hópnum minnisblað og gróf drög að kostnaðarmati Hagstofunnar. Samráðshópur um rannsóknir aðgerðahópsins vinnur nú að undirbúningi beggja rannsókna og stefnir að því að skila tilllögum sínum að útfærslu í febrúar.

4.            Önnur mál:

Alþjóðleg ráðstefna BPW á Íslandi
Alda Kristín Sigurðardóttir og Guðfinna Hinriksdóttir frá samtökunum Business and Professional Women (BPW) kynntu fyrir hópnum áform samtakanna um ráðstefnu í Reykjavík þann 15. mars. Jafnframt kom fram í máli þeirra að samtökin hafa áhuga á að koma á sérstökum jafnlaunadegi á Íslandi en á ráðstefnunni verða erlendar fyrirmyndir af slíkum degi. BPW eru alþjóleg samtök kvenna sem leggja áherslu á launajafnréttismál, að auka völd og áhrif kvenna og uppbyggingu tengslanets sín á milli. Þær buðu samráð vegna ráðstefnunnar og senda frekari upplýsingar þegar nær dregur. 

Reglugerð um vottun jafnlaunakerfa
Upplýst að breytingar á reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðlsins ÍST-85:2012 eru nú komnar endanlega fram og tillit tekið til þeirra í formlegu umsagnarferli. Minnt var á að skoða merki fyrir jafnlaunavottun og í því sambandi var bent á fyrirmynd frá dönsku vinnumálastofnuninni.

Vinnu- og áfangaskýrsla aðgerðahóps um launajafnrétti fyrir 2013
Vinnu- og áfangaskýrslu aðgerðahóps um launajafnrétti var dreift til fundarmanna. Skrifuð verður frétt um útkomu skýrslunnar og hún birt á vef hópsins.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur verður 5. mars kl. 14.30-16.15     

Rósa G.Erlingsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta