Hoppa yfir valmynd
05.03.2014 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

15. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 15. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Staður og stund:
Velferðarráðuneytið 05. mars 2014 kl. 14.00-16.00
Málsnúmer:
VEL12100264

Mætt:Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ í stað Odds S. Jakobssonar), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Marianna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE) starfsmaður aðgerðahóps, Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, velferðarráðuneytið).

Forföll boðuðu: Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ).

Fundarritari: Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, velferðarráðuneytið).

Dagskrá: 

1.            Fundargerð 14. fundar lögð fram til samþykktar

Fundargerð samþykkt.

2.        Verkefni um kynskiptan vinnumarkað:

  1. Rætt um opnu umræðufundina sem haldnir voru 14. og 26. febrúar síðastliðinn og fundarmenn voru almennt ánægðir með hvernig til tókst. Mikilvægt að fylgja fundunum eftir t.d. á „like“ síðu aðgerðahópsins. Stefnt er að því að halda opinn umræðufund í vor þar sem áhersla verður lögð á menntamál. Ákveðið var að leita eftir samstarfi við menntamálaráðuneytið. Einnig var ákveðið að skoða hvort hægt sé að nýta fjarfundabúnað á næsta umræðufundi þar sem eftirspurn var eftir slíkum búnaði á fyrrnefndum umræðufundum.
  2. RGE kynnti erindi frá EFTA um jafnlaunadaginn í Evrópu sem haldinn var í febrúar. Samþykkt að miða jafnlaunadaginn árið 2015 við jafnlaunadaginn í Evrópu þ.e. 28. febrúar 2015. Samþykkt að gert verði jafnréttisbaráttulag í tengslum við jafnlaunadaginn og hefur hljómsveitin Skálmöld lýst yfir vilja að taka að sér verkefnið.

3.        Staða karla og kvenna á vinnumarkaði

  1. Samkvæmt minnisblaði um rannsóknir á stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði var lagt til á 14. fundi aðgerðahópsins að framkvæma annars vegar launarannsókn og hins vegar að gerð verði rannsóknarskýrsla um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði þar sem sú fyrirliggjandi þekking verði kortlögð og rannsóknir framkvæmdar til að svara spurningum aðgerðahópsins. Við hönnun rannsóknasniðs verði litið til fyrirmynda á hinum Norðurlöndunum. Samráðsteymi um framkvæmd rannsóknaverkefa á vegum aðgerðahópsins hefur þegar fundað þrisvar sinnum og hefur í hyggju að leita samstarfs við rannsóknastofunina EDDA öndvegissetur við Háskólann vegna vinnu við gerð skýrslunna. Samráðsteymið leggur jafnframt til að fyrirhuguð launarannsókn nái til áranna 20082013 þar sem unnið verði með þær spurningar sem aðgerðahópurinn hefur óskað eftir. RGE mun ræða framkvæmd rannsóknarinnar á fundi með norrænu tengslaneti um launajafnrétti í mars auk þess sem samráðsteymið heldur áfram að vinna. Frekari umræðu um rannsóknarvinnu frestað til næsta fundar.

4.        Tilraunaverkefni um jafnlaunastaðal

  1. GE fór yfir stöðuna í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals. Framundan er m.a að halda fund með þátttakendum verkefninu. Samþykkt að hafa samband við Fræðslusetrið Starfsmennt (fyrir starfsmenn á opinberum vinnumarkaði) varðandi umsjón með vinnustofum sem haldnar verða í tengslum við tilraunaverkefnið. Einnig var fulltrúa ASÍ falið að koma á samstarfi starfsmenntasjóðanna á almennum vinnumarkaði og Fræðslusetursins vegna vinnustofa.  
  2. Velferðarráðuneytinu bárust fjórar umsagnir um reglugerð um vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækja/stofnana á grundvelli staðalsins ÍST-85:2012. Stoðina fyrir umræddri reglugerð er að finna í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla nr. 10/2008 sem er á þingmálaskrá Alþingis. Samþykkt að hefja vinnu að sérstöku jafnlaunamerki sem sýnir að fyrirtæki eða stofnun hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi á grundvelli staðalsins. Fjallað var um samstarf við VR um vinnu við innleiðingu jafnlaunastaðalsins.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur verður 9. apríl 2014 kl. 14.00-15.45         

Eva Margrét Kristinsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta