Hoppa yfir valmynd
10.09.2014 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

19. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 19. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund: Velferðarráðuneytið 10. september 2014. Kl. 13.00–14.30.
Málsnúmer: VEL12100264.

Mætt: Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR) Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ), Jóna Pálsdóttir (JP, MRN), Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL) starfsmaður aðgerðahóps og Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, VEL).

Forföll boðuðu: Benedikt Valsson (BV, Svf) og Georg Brynjarsson (GB, BHM).

Fundarritari: Eva Margrét Kristinsdóttir.

Dagskrá:

1.            Fundargerð 18. fundar lögð fram til samþykktar

Fundargerð samþykkt.

2.            Hönnunarsamkeppni vegna jafnlaunamerkis

Framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Halla Helgadóttir, kom á fund aðgerðahópsins. Halla kynnti fyrirkomulag hönnunarsamkeppna og hvernig samstarfi við Hönnunarmiðstöðina væri háttað við framkvæmd slíkra samkeppna. Halla fór yfir mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga, t.d hvað varðar samsetningu dómnefnda, vinningsupphæð, tímafresti o.s.frv. Hönnunarmiðstöðin veitir ráðgjöf hvað varðar auglýsingar, reglur, tilnefningu dómara og sér dómnefnd fyrir keppnisritara. Keppnisritari sér um að halda utan um framkvæmd samkeppninnar, stýrir fundum dómnefndar, gætir nafnleyndar, tilkynnir þátttakendum þegar niðurstaða liggur fyrir o.s.frv. Aðgerðahópurinn stefnir að því að dómnefnd ljúki störfum um mánaðamótin október / nóvember og að vinningshafi verði kynntur á norrænni ráðstefnu um jafnlaunamál   þann 13. nóvember nk.  RGE og GE munu, í samstarfi við Hönnunarmiðstöðina, útbúa stutta verkefnislýsingu og vera í samráði við Hönnunarmiðstöðina um framkvæmd verkefnisins.

3.            Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals

GE fór yfir stöðu tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðals. Drög að samstarfsyfirlýsingu aðgerðahópsins og Fræðslusetursins Starfsmenntar vegna námskeiðshalds liggja nú fyrir og var hún lögð fyrir fundinn. Unnið er að undirbúningi námskeiða en áætlað er að þau verði 4, um 3 tímar hvert: Kynning á jafnlaunastaðli og innleiðingu hans, starfaflokkun, launagreining og skjölun. Aðgerðahópurinn hefur einnig áhuga á að leita til Starfsmenntar vegna námskeiða fyrir vottunaraðila á grundvelli reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa.  

4.            Rannsóknarverkefni aðgerðahóps um launajafnrétti

RGE upplýsti aðgerðahópinn um ákvörðun um hlut stjórnvalda í fjármögnun rannsóknarverkefna aðgerðahópsins. Velferðarráðuneytið sendir formlegt erindi til þeirra sem aðild eiga að aðgerðahópnum um mótframlög. Vinna Hagstofunnar við rannsókn á launamun karla og kvenna er nú hafin og verður samráðshópur Hagstofunnar og aðgerðahópsins skipaður skv. 5. gr. samstarfssamningsins. 

Stefnt er að því að undirrita samstarfssamning við Háskóla Íslands um gerð rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði þann 24. október nk. í tengslum við úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði. Lokaniðurstaðna beggja rannsóknarverkefnanna er að vænta á árinu 2015 en bráðabrigðaniðurstöður verða kynntar á ráðstefnunni um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði þann 13. nóvember.

5.            Alþjóðleg ráðstefna um jafnlaunamál / jafnrétti á vinnumarkaði

Ráðstefnan verður haldin 13. nóvember 2014 á Hilton Reykjavík Nordica. RGE kynnti drög að dagskrá ráðstefnunnar, boðsbréf og heimasíðu sem er komin í loftið. Þann  12. nóvember verður ráðstefna um lokaniðurstöður rannsóknar um hlutastörf á Norðurlöndum sem NIKK heldur utan um fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.

6.            Önnur mál

Rætt var um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2015–2018. Í drögum hennar er gert ráð fyrir áframhaldandi starfi aðgerðahópsins. 

Næsti fundur aðgerðahópsins verður miðvikudaginn 15. október kl. 14.00–15.45 í velferðarráðuneytinu.      

Eva Margrét Kristinsdóttir

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta