Hoppa yfir valmynd
19.11.2014 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

21. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 21. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund:
Velferðarráðuneytið, 19. nóvember 2014. Kl. 14.00 – 16.00.
Málsnúmer:
VEL12100264.

Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ), Ása Sigríður Þórisdóttir (ÁSÞ,BHM), Benedikt Þór Valsson (BV, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.

Forföll boðuðu: Jóna Pálsdóttir (JP, MRN) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB).

Fundarritari: Eva Margrét Kristinsdóttir.

Dagskrá:

1.            Fundargerð 20. fundar lögð fram til samþykktar

Fundargerð samþykkt.

2.            Framhald aðgerðahóps og staða verkefna

Fram kom að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra lagði minnisblað fyrir ríkisstjórn þann 24. október síðastliðinn þar sem gerð var tillaga um framlengingu á skipunartíma aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Samþykkt var að starf aðgerðahóps um launajafnrétti yrði framlengt til tveggja ára. Núverandi starfsmaður hópsins mun halda áfram að starfa fyrir hann og verður eftir sem áður staðsettur í velferðarráðuneytinu. Skipunartími hópsins framlengist samkvæmt þessu þangað til í desember 2016 og munu samstarfaðilar fá bréf frá ráðuneytinu þess efnis.

Í framhaldi fór fram umræða og lagt var mat á stöðu þeirra verkefna sem hópnum er falið að vinna samkvæmt erindisbréfi. Hópurinn er sammála um að niðurstöður þeirra rannsóknarverkefna sem nú eru í vinnslu á hans vegum verði grunnur að vinnu í tengslum við gerð framkvæmdaáætlana um uppbrot kynbundins vinnumarkaðar annars vegar og hins vegar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.   

RGE upplýsti hópinn um vinnu við gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum til næstu fjögurra ára. Stefnt er að því að leggja hana fyrir Alþingi í desember næstkomandi. Í drögum áætlunarinnar er kafli um launajafnréttismál sem nefndur er framkvæmdaáætlun gegn launamisrétti kynja. Fulltrúum í aðgerðahópi verður gefinn kostur á því að koma athugasemdum á framfæri og munu þeir fá drög kaflans send í tölvupósti.

3.            Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals – framvinda verkefnis

Nefndarmenn lýstu yfir ánægju sinni með nýtt jafnlaunamerki. Merkið verður veitt fyrirtækjum og stofnunum sem hljóta vottun á jafnlaunakerfum sínum á grundvelli staðalsins sbr. reglugerð um vottun jafnlaunakerfa. Dómnefnd valdi vinningsmerkið en alls bárust 156 tillögur í samkeppnina.  

Fram kom að merkið er útbúið úr tveimur myndum sem saman renna í eina. Rætt var um mikilvægi þess að útbúa kynningarefni um merkið og tryggja að hægt væri að nota fleiri en eina útfærslu í kynningarefni. GE og RGE tóku að sér að hafa samband við Hönnunarmiðstöðina og munu á næsta fundi kynna niðurstöðumálsins.

Upplýst var að settur verður saman verkefnishópur sem sérfræðingar í fjármálaráðuneytinu koma til með að stýra. Verkefni hópsins er að vinna drög að námsefni fyrir námskeiðin þrjú sem fyrirhugað er að Starfsmennt haldi. Drögin verða lögð fyrir aðgerðahópinn til samþykktar.

RGE og GE munu einnig huga að gerð námskeiðs fyrir vottunaraðila í samræmi við ákvæði í reglugerð um vottun jafnlaunakerfa. Markmið þeirra er að leggja fyrir næsta fund aðgerðahópsins drög að námskeiðslýsingu og nánari tilhögun um framkvæmd námskeiða.

4.            Jafnlaunadagur 2015

Fram hefur komið áhugi á að halda svokallaðan jafnlaunadag árið 2015. Á vettvangi ESB er haldinn jafnlaunadagur (Equal Pay Day) að vori og víða á Norðurlöndunum þar sem kynningar og vitundarvakning er nýtt til að stuðla að launajafnrétti. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur vakið máls á mikilvægi þess að halda slíkan dag hér á landi og jafnframt óskað eftir að dagurinn verði nýttur til að veita stofnunum og fyrirtækjum sem fengið hafi jafnlaunavottun jafnlaunamerkið.

Fram fór umræða um hvaða tímasetning hentar best fyrir umræddan dag og voru nefndarmenn sammála um að heppilegast væri að líta til haustsins 2015 þegar niðurstöður rannsóknarverkefna liggja fyrir og skriður kominn á vottunarferlið. Kvennafrídagurinn var nefndur sem heppileg dagsetning í þessu samhengi enda hefur dagurinn allt frá 24. október 1975 verið kenndur við baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði.

5.            Önnur mál

Fram kom að verið er að undirbúa svæði á heimasíðu velferðarráðuneytisins þar sem haldið verður utan um öll gögn frá ráðstefnu aðgerðahóps og Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði sem haldin var á Hótel Nordica þann 13. nóvember sl. Efni frá ráðstefnunni um hlutastörf sem haldin var á sama stað þann 12. nóvember sl. verður aðgengilegt á heimasíðu NIKK. http://www.nikk.no/

Næsti fundur verður haldinn 10. desember í velferðarráðuneytinu kl. 14–16.

Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta