Hoppa yfir valmynd
14.10.2015 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

29. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

  • Fundarheiti og nr. fundar: 29. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 14. október 2015. Kl. 14.00–15.45.
  • Málsnúmer: VEL12100264.
  • Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ), Ása Sigríður Þórisdóttir (ÁSÞ, BHM), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, Svf), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Ísleifur Tómasson (ÍT, ASÍ), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
  • Forföll boðaði: Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Stefán Stefánsson (SS, MNR), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR).

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá:

1.    Fundargerð 28. fundar

Fundargerð samþykkt.

2.    Verkefni um kynbundið náms- og starfsval

Starfsmaður aðgerðahópsins sótti námskeið á vegum framkvæmdastjórnar ESB um kynjaskiptingu starfa á vinnumarkaði í lok september. Í aðdraganda fundarins sendi starfsmaður samantekt og efni um það helsta sem fjallað var um á námskeiðinu. Framkvæmdastjórnin birti í kjölfarið skýrslu um þau verkefni sem mestan árangur hafa borið í löndum Evrópusambandsins. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að mikilvægt sé að stefnumótun á umræddu sviði nái til langs tíma og hugi ekki eingöngu að kynjaskiptingu á vinnumarkaði heldur einnig að möguleikum kvenna og karla til samhæfingar fjölskyldu- og atvinnulífs, töku fæðingarorlofs og skiptingu heimilisstarfa. Þá sé mikilvægt að tillögur um verkefni byggist á samstarfi allra sem hafi hag af breytingum á vinnumarkaði. Fræðsluefnið verður haft til hliðsjónar við vinnu aðgerðahópsins um gerð framkvæmdaáætlana sem hópurinn á samkvæmt erindisbréfi að skila til ráðherra á næsta ári.

3.    Jafnlaunadagur 2016

Samþykkt var að jafnlaunadagur skuli haldinn að hausti 2016. Unnið verður að undirbúningi hans í ársbyrjun 2016.

4.    Jafnlaunastaðall

RGE og GE hafa hafið undirbúning að þróun verkfæra sem hafa orðið til í tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins og hafa verið nýtt í kennslu á námskeiðum Starfsmenntar. Ákveðið var eiga samstarf um gerð reiknilíkans við sérfræðing hjá fyrirtækinu excel.is. Starfsmaður greindi frá því mati vefstjóra velferðarráðuneytisins að mögulegt væri að hýsa sérstaka heimasíðu jafnlaunastaðalsins á Stjórnarráðsvefnum. Unnið verður að verkáætlun um jafnlaunavef.

5.    Önnur mál

Vinnudagur aðgerðahóps um launajafnrétti verður 3. desember í Hannesarholti. Starfsmaður sendir fundarboð.

Rósa Guðrún Erlingsdóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta