Hoppa yfir valmynd
10.05.2016 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

31. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

 

  • Fundarheiti og nr. fundar: Vinnufundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 31. mars 2016. Kl. 11.00–15.00.
  • Málsnúmer: VEL15050483.
  • Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Jóna Pálsdóttir (JP, MMR), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
  • Forföll boðuðu: Georg Brynjarsson (GB, BHM), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ).
  • Gestir á fundi: Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Katrín Ólafsdóttir og Arney Einarsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík.
  • Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

 

Dagskrá                                  

1.         Jafnlaunastaðall.

a.         Staða verkefnis.

GE kynnti stöðu tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Nokkrir þátttakendur í tilraunaverkefninu eru langt komnir í innleiðingarferli og ættu að vera tilbúnir fyrir vottun jafnlaunakerfa á vor- eða sumarmánuðum þessa árs. (Tollstjóri, Landmælingar). Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur hafið úttektarferlið og samþykkt til þess tilboð frá fyrirtækinu Vottun hf.

Ein hindrun er að oft eru ákvæði kjarasamninga mismunandi innan sama vinnustaðar og skapar þannig launamun (t.d. kvennastétt og karlastétt í sambærilegum störfum en í  mismunandi stéttarfélögum). Skoða þarf hvernig og hvort stofnun gæti leyst þetta með sameiginlegum stofnanasamningi við fleiri en eitt stéttarfélag. 

Hjá þátttakendum í tilraunaverkefni hefur komið fram að það skorti ráðgjöf og aðstoð í innleiðingarferlinu sem mætti jafnvel leysa með „ráðgjafa að láni“ fyrirkomulagi í samstarfi við Starfsmennt eða viðkomandi fræðslusetur. Jafnframt var rætt um nauðsyn þess að fjölga ríkisstofnunum í ferlinu, en það mætti gera með hvatningarbréfi og kynningu á námskeiði Starfsmenntar um starfaflokkun.

b.         Gerð vefsíðu.

GE kynnti drög að uppsetningu vefsíðu um jafnlaunastaðalinn. Markmið verkefnisins er að opna upplýsingasíðu um jafnlaunastaðalinn sem undirsíðu á vefsíðu velferðarráðuneytisins og verður hún sett upp sem verkfærakista fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem hyggjast innleiða staðalinn. Í þessu samhengi var rædd nauðsyn þess að vinna enn frekar í verkfærakistunni til að þau verkfæri sem þar eru verði notendavænni og aðgengilegri fyrir stofnanir og einkafyrirtæki. Þá þyrfti að byggja inn í verkfærin svigrúm til að gera ráð fyrir persónubundnum þáttum og niðurstöðu úr frammistöðumati.

c.         Minnisblað til ríkisstjórnar.

RGE kynnti hugmynd um að minnisblað í nafni aðgerðahópsins verði lagt fyrir ríkisstjórn þar sem stjórnvöld í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga hvetji ríkisstofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki til að hefja innleiðingu jafnlaunastaðals.

d.         Jafnlaunamerki.

Rætt var samstarf stjórnvalda við Impact-hóp HeForShe á vegum UN Women. Forsætisráðherra Íslands er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiða verkefni HeForShe, svokallað IMPACT 10x10x10. Leiðtogunum tíu er ætlað að takast á hendur skuldbindingar til aukins kynjajafnréttis og eru þær unnar í nánu samstarfi við UN Women, jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Skuldbindingar Íslands snúa m.a. að því að útrýma kynbundnum launamun fyrir 2022. Emma Watson, góðgerðasendiherra Sameinuðu þjóðanna, hleypti verkefninu af stokkunum árið 2014 en hún mun vinna að framkvæmd skuldbindinganna í samstarfi við UN Women og þátttökuþjóðir verkefnisins. Í tengslum við kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna í mars 2016 og heimsókn framkvæmdastjóra UN Women til Íslands í október 2015 var íslenskum stjórnvöldum boðið að taka á móti Emmu Watson ef koma hennar gæti orðið verkefnum þeirra til framdráttar. Rætt hefur verið um að Emma Watson gæti á jafnlaunadegi afhent jafnlaunamerkið þeim stofnunum og fyrirtækjum sem innleitt hafa jafnlaunastaðalinn og fengið jafnlaunakerfi sín vottuð af faggiltum vottunaraðila. 

2.    Verkefni framundan.

a.    Jafnlaunadagur 2016.

Aðgerðahópur hefur ákveðið að standa fyrir jafnlaunadegi á haustmánuðum 2016 og er markmið hópsins að dagurinn verði árlegur viðburður hér á landi. Jafnlaunadagur er haldinn árlega í Bandaríkjunum og mörgum Evrópulöndum. Á síðasta ári var European Equal Pay Day haldinn 2. nóvember en dagsetningin er ákvörðuð út frá upplýsingum um óleiðréttan launamun (e. Unadjusted Gender Pay Gap) í aðildarríkjum ESB (Eurostat).  Samkvæmt upplýsingum frá Eurostat verður European Equal Pay Day haldinn 2. nóvember 2016.

Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands var óleiðréttur launamunur árið 2014 18,7 prósent. Niðurstöður um óleiðréttan launamun næstliðins árs birtast á vormánuðum – tölur um óleiðréttan launamun fyrir árið 2015 verða birtar í lok apríl 2016. Rætt var um að aðgerðahópurinn biði niðurstöðu útreikninga Hagstofunnar varðandi ákvörðun um dagsetningu jafnlaunadags en skynsamlegt væri að hafa hann á svipuðum tíma og European Equal Pay Day eða um mánaðarmótin október / nóvember.

Aðgerðahópur getur nýtt jafnlaunadag 2016 til:

 

  • Að afhenda fyrirtækjum og stofnunum, sem hlotið hafa vottun á jafnlaunastaðlinum af faggiltri vottunarstofu, jafnlaunamerki.
  • Að halda lokaráðstefnu aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Að skila ráðherra greinargerð ásamt tillögum hópsins.

 

3.    Stefna í jafnlaunamálum – tillögur ásamt greinargerð aðgerðahópsins. 

Aðgerðahópur um launajafnrétti mun skila greinargerð með tillögum að aðgerðum haustið 2016. Greinargerð byggist annars vegar á rannsóknarverkefnum aðgerðahóps og hins vegar á tillögum sem fram hafa komið á vinnudögum hópsins. 

4.    Samspil starfshvatningar og starfsánægju – er það eins fyrir konur og karla?

Katrín Ólafsdóttir og Arney Einarsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík kynntu viðauka skýrslu aðerðahóps um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

 

RGE

 

 

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta