Hoppa yfir valmynd
11.05.2016 00:00 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

33. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

  •  Fundarheiti og nr. fundar:  33. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 11. maí 2016. Kl. 14.00–15.45.
  • Málsnúmer: VEL15050483.
  • Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS) Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Jóna Pálsdóttir (JP, MMR), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.
  • Forföll boðuðu: Georg Brynjarsson (GB, BHM) og Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB),
  • Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

Fundargestir: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri í Háskólanum í Reykjavík og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

33. fundur
11. maí 2016, kl. 14.00–15.45

Dagskrá                                           

1.    Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt án athugasemda.

2.    Framvinda verkefna

a.    Fyrirkomulag vinnu við greinargerð aðgerðahópsins.

Samþykkt að starfsmaður aðgerðahópsins vinni drög að beinagrind greinargerðar. Ráðinn verður starfsmaður tímabundið til að ljúka vinnu við greinargerðina í haust. Fyrirkomulag þeirrar vinnu verður kynnt á næsta fundi. Lögð verður áhersla á umfjöllun og tillögur um aðgerðir til að draga úr kynbundnum launamun. Í því samhengi verður m.a. fjallað um leiðir til samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs og kynbundið náms- og starfsval.

b.    Jafnlaunadagur
Greiningu Hagstofu Íslands á gögnum rannsóknar á óleiðréttum launamun lýkur í byrjun júní. Ákvörðun um dagsetningu jafnlaunadags mun byggjast á niðurstöðum rannsóknarinnar.

3.    Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals.

a.   Staða verkefnis.

GE gerði grein fyrir stöðu tilraunaverkefnis um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Ráðgert er að ljúka tilraunaverkefninu með formlegum hætti á lokaráðstefnu aðgerðahópsins í haust. Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa faggilda vottun yrði við sama tækifæri afhent jafnlaunamerkið. Unnið er að því í samvinnu við UN Women og fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York að góðgerðarsendiherra UN Women taki þátt í ráðstefnunni og afhendi jafnlaunamerkið. Gert er ráð fyrir því að um átta vinnustaðir fái við þetta tækifæri afhent jafnlaunamerkið. Þar af er einungis eitt fyrirtæki á almennum vinnumarkaði.

b.   Gerð vefsíðu.

Gerð var grein fyrir framvindu vefsíðu um jafnlaunastaðalinn. Á vefsíðunni verður að finna helstu upplýsingar um staðalinn, námskeið og verkfærakistu. Í því sambandi er verið að vinna í því að fá leyfi til að nota launagreiningartækið Logib sem gefið er út af svissneskum yfirvöldum.

c.    Þýðing á staðlinum.

Jafnlaunastaðallinn verður þýddur á ensku. Ensk útgáfa verður tilbúin á lokaráðstefnu aðgerðahópsins. Við sama tækifæri verður gefin út 2. útgáfa staðalsins.

4.    Kynbundið náms- og starfsval – hvernig hafa má áhrif?

a.    Kynning frá Háskólanum í Reykjavík, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir.

Stelpu- og tæknidagurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík þriðja fimmtudaginn í apríl á hverju ári. Dagurinn er haldinn að evrópskri fyrirmynd og dagsetning valin í samræmi við dagsetningu sambærilegra verkefna. Stelpum í 9. bekk er boðið á kynningu í Háskólanum í Reykjavík og í heimsóknir til 18 fyrirtækja sem starfa á sviði verk- og raunvísinda. Byggt er á hugmyndafræði um jafningjafræðslu. Verkefnið hefur verið styrkt af ýmsum aðilum en sækja þarf um fjármagn á hverju ári og er umsýsla þess alfarið á höndum Háskólans í Reykjavík. Vilji stendur til þess að útvíkka verkefnið þannig að það nái til allra 9. bekkja á landinu.

b.    Kynning frá hópi karla í yngri barna kennslu, Haraldur Freyr Gíslason.

Kynnt var starf hópsins sem miðar að því að efla leikskólastigið. Bent var á vefsíðuna framtíðarstarfið og að Reykjavíkurborg hefur skipað starfshóp um það verkefni að jafna kynjahlutföll í leikskólum borgarinnar. Hópurinn kallar eftir stefnu í málaflokknum.

Fleira var ekki rætt.

RGE

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta