Hoppa yfir valmynd
07.12.2016 11:39 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

38. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

  • Fundarheiti og nr. fundar:  38. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 7. desember 2016. Kl. 14.30–16.00
  • Málsnúmer: VEL15050483.

Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ, Svf), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ) Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps.

Forföll boðaði:. Georg Brynjarsson (GB, BHM).

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá                                           

1.    Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2.    Morgunverðarfundur 24. október

Rætt um eftirfylgni morgunverðarfundar.

3.    Tillögur og greinargerð aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum

Rætt var um tillögur aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum. Samþykkt að starfsmaður leggi í nafni aðgerðahópsins minnisblað fyrir ráðherra og óski eftir að ný ríkisstjórn samþykki tillögur hópsins um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum.  Unnið verði að forgangsröðun verkefna og fjármögnun þeirra með umsóknum í Framkvæmdasjóð jafnréttismála og Jafnréttissjóð Íslands. Samþykkt var að sækja um fjármagn til þeirra rannsókna sem tilgreindar eru í tillögum hópsins.

Hópurinn stefnir á að fyrsti jafnlaunadagurinn verði haldinn 24. október 2017.

4.    Innleiðing jafnlaunastaðals

a.    Staða í vottunarmálum

GE fór yfir stöðu í vottunarmálum.

GE og RGE munu áfram skoða hvernig best er að tryggja framgang faggiltrar vottunar á staðlinum og til framtíðar. Samþykkt var að skipa sérstakan starfshóp aðgerðahópsins um faggildingu og vottunarmál á grundvelli staðalsins.

b.    Kynning jafnlaunastaðals í Brussel vor 2017

Íslenska sendiráðið í Brussel hefur óskað eftir kynningu á þríhliða samstarfi um jafnrétti á vinnumarkaði og á jafnlaunastaðalinum á komandi vormánuðum. MT er í sambandi við sendiráðið sem undirbýr kynningu í samráði við jafnréttissvið ESB og ýmis samtök sem vinna á sviði jafnréttismála.

c.    Fundur hjá UN Women í New York

Guðný Einarsdóttir (FJR) gerði grein fyrir heimsókn sinni til höfuðstöðva UN Women í New York 15.–16. nóvember 2016. Með henni á fundunum var einnig Þorvarður Atli Þórsson hjá fastanefnd Íslands í New York.

15. nóvember 2016: fundur með 10x10x10 impact champions – fyrirtæki:

Á þeim fundi kynnti PWC vefnámskeið um „Building Gender IQ“e: http://uni.cf/2egGWu2. Þessi þjálfun er framlag þeirra til HeforShe verkefnisins. Þjálfunin er öllum opin og er vísað til Íslands sem góðrar fyrirmyndar í jafnréttismálum. Guðný kynnti verkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, kom á fundinn og hlýddi á kynninguna. Hún var mjög ánægð með framfarir í tilraunaverkefninu. Hún taldi að mikið hefði áunnist á einu ári eða frá því að hún heimsótti Íslands haustið 2015.

Umræður: PWC telur áhugavert að þarna sé staðall, höfðar til „karllægra gilda“ eins og stundum eru tengd við svið verk- og raunvísinda. 

16. nóvember 2016: fundur með UN Women – ILO – jafnlaunaverkefni sem er að fara af stað.

Marina Mancinelli, UN Women, Raphael Crowe ILO,

Verkefnið sem þau stýra er að fara af stað og eru þau að kynna sér hvaða verkefni væri hægt að nýta í það. Guðný kynnti jafnlaunastaðalinn. Fulltrúi ILO var einstaklega ánægður með að þarna væri samvinna allra aðila vinnumarkaðarins og að ákvæði jafnréttislaganna væru þau sömu og kveðið er á um í samþykkt ILO nr. 100, um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði.

Fjallað var um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sérmarkmið um kynjajafnrétti, 100 ára afmæli ILO og advocacy campaigns og hvernig jafnlaunastaðallinn megi nýta til að uppfylla markmiðin.

16. nóvember 2016: fundur með UN Women – Elizabeth Nyamayaro, Dinal Limbachia og Phumzile Mlambo-Ngcuka:

Fjallað var um staðalinn og tilraunaverkefnið. Hversu mikið hefði áunnist frá því á fundinum í Hörpu í október 2015 og Áhrif og hvatningu þess að Emma Watson ætli að koma.

Staðfest að Emma Watson komi til Íslands. Mikilvægt að staðfesta dagsetningu sem fyrst – hugsanlega verði það 24. október 2017.

Greint var frá áhuga UN Women á að koma sér upp jafnlaunaviðurkenningu og í framhaldi var spurt hvort nýta megi íslenska jafnlaunamerkið á alþjóðlegum vettvangi.

5.    Önnnur mál

Starfsmaður sagði frá formennskuáætlun Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2017. Einnig var greint frá samstarfi ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar um rannsóknaverkefni um jafnrétti á vinnumarkaði en niðurstöður þess verða kynntar á 100 ára afmælisráðstefnu ILO sem haldin verður á Íslandi árið 2019.

Starfsmaður greindi einnig frá dagskrá kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í mars á næsta ári en meginefni þess fundar er jafnrétti á vinnumarkaði. Lagt verður til við undirbúningsnefnd íslenskra stjórnvalda að skipulagður verði hliðarviðburður í samstarfi við aðgerðahópinn um jafnlaunastaðalinn og jafnlaunavottun.

 

Fleira var ekki rætt.

RGE

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta