Hoppa yfir valmynd
11.01.2017 11:40 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

39. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:  39. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund: 
Velferðarráðuneytið, 11. janúar 2017. Kl. 14.00–15.15
Málsnúmer: 
VEL15050483.

Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (AKÁ), Benedikt Valsson, (BV, SÍS), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Jóna Pálsdóttir (JP, MMR) Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL) starfsmaður aðgerðahóps.

Forföll boðuðu: Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ).

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir.

Dagskrá                                

1.    Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2.    Tillögugerð og greinargerð aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum

Rætt var um tillögur aðgerðahóps um framtíðarstefnu í jafnlaunamálum. Starfsmaður hefur skilað minnisblaði til nýs ráðherra um tillögurnar og óskað eftir samþykki ríkisstjórnar. Ráðherra er jákvæður gagnvart tillögunum.

Rætt var um forgangsröðun verkefna og voru fundarmenn sammála um að tillögur að rannsóknarverkefnum væru í forgangi. Starfsmaður hefur óskað eftir fundi með fulltrúa Hagstofu Íslands og GLR frá Háskóla Íslands um hönnun rannsóknar um hlutastörf. Einnig hefur verið óskað eftir fundi með Hagstofu vegna rannsóknar um stöðu og aðstæður kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mögulegt er að vinna rannsóknina í samstarfi skrifstofu lífskjara og vinnumála og starfshóp um málefni innflytjenda. Starfsmaður mun vinna drög að umsókn í Framkvæmdasjóð jafnréttismála.

Samþykkt var samstarf við velferðarráðuneytið um næsta jafnréttisþing en ákveðið hefur verið að lögð verði áhersla á jafnrétti á vinnumarkaði og jafnlaunamál. Rætt var um þann möguleika að halda fyrsta jafnlaunadaginn og veita jafnlaunamerkið á grundvelli vottunarskírteina þann sama dag. Samþykkt var að starfsmaður muni ræða við fulltrúa kvennahreyfingarinnar um hugmyndir að jafnlaunadegi þann 24. október, kvennafrídaginn.

3.    Tilraunverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals

Staðan í vottunarmálum: Starfsmaður lagði til kynningar fram drög að breytingum að reglugerð um vottun jafnlaunakerfa. Drögin verða lögð fyrir ráðherra til samþykktar.

Tvær vottunarstofur hafa gefið sig út fyrir að votta jafnlaunastaðalinn. Hins vegar er ekki um faggilta vottun að ræða enn sem komið er. Því er lagt til að rýmka tímabundið þær kröfur er gerðar eru til vottunarstofa sem vottað geti jafnlaunastaðalinn. Væri þá gefinn lengri frestur til að vottunarstofur geti klárað faggildingarferlið en jafnframt farið fram á að þær skili inn til Einkaleyfastofu (eða sambærilegs aðila erlendis) áætlun um hvernig þær hyggjast taka út staðalinn (úttektaráætlun). Vottunarstofurnar þyrftu samt sem áður að uppfylla önnur skilyrði reglugerðarinnar um að hafa á að skipa vottunarmönnum sem hafa farið á námskeið og tekið próf sem velferðarráðuneytið sér um sem og að uppfylla kröfur samræmingarstaðalsins ÍST EN ISO/IEC 17021.

Lagt er til að Jafnlaunamerkið verði veitt af velferðarráðuneytinu þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa vottun á grundvelli staðalsins í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Lagt er til að eftirfarandi setningum verði bætti við 7. gr. reglugerðarinnar: Velferðarráðuneytið veitir fyrirtæki /stofnun jafnlaunamerki á grundvelli vottunarskírteinis vottunarstofu í samræmi við 5. og 6. gr. Upplýsingar um veitingu jafnlaunamerkis skulu birtar í skýrslu ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála sbr. 11.gr. laga nr. 10/2008. Jafnlaunamerki skal aldrei gilda lengur en til þriggja.

Jafnlaunamerki: Sótt verður um einkaleyfi á jafnlaunamerkinu en skv. Einkaleyfastofu er jafnlaunamerkið félagamerki en í lögum um félagamerki segir m.a. að stjórnvöld, félög eða samtök geti öðlast einkarétt á félagamerki sem notað er fyrir vörur eða þjónustu sem eftirlit eða staðlar taka til. Umsókn mun fylgja reglur um notkun merkisins en jafnframt verður sótt um einkaleyfi á orðmyndinni „jafnlaunamerki“. Töluverður kostnaður hlýst af umsóknunum og mun velferðarráðneytið bera hann.

4.    Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna

Unnið er að undirbúningi og þátttöku íslenskrar sendinefndar á 61. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í mars n.k. Formaður sendinefndar er ráðherra félags- og jafnréttismála. Meginþema fundarins er "efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði" Women's economic empowerment in the changing world of work. Annað umræðuefni er "áskoranir og árangur við innleiðingu þúsaldarmarkmiðanna fyrir konur og stúlkur" Challenges and achievements in the implementation of the Millennium Development goals for women and girls og um framkvæmd fyrirliggjandi skuldbindinga sem byggjast á niðurstöðun CSW frá árinu 2014 auk þess að fjallað verður um málefni frumbyggjakvenna.

Á vegum norrænu ráðherranefndarinnar verða þrír viðburðir og á vegum Íslands verða tveir viðburðir, annar af báðum um jafnlaunamál og óska velferðarráðuneytið og utanríkisráðuneytið eftir samstarfi við aðgerðahópinn vegna þessa. Líklegt er að viðburðurinn verði haldinn í samstarfi við kandadísk eða svissnensk stjórnvöld og/eða UN Women. Starfsmaður mun upplýsa hópinn reglulega um undirbúninginn.

5.    Önnnur mál

Starfsmaður sagði frá formennskuáætlun Norðmanna í Norrænu ráðherranefndinni árið 2017. Einnig var greint frá samstarfi ILO og Norrænu ráðherranefndarinnar um rannsóknaverkefni um jafnrétti á vinnumarkaði en niðurstöður þess verða kynntar á 100 ára afmælisráðstefnu ILO sem haldin verður á Íslandi árið 2019. Starfsmaður mun senda aðgerðahópnum upplýsingar varðandi hvoru tveggja.

Ákveðið var að starfsmaður myndi bjóða nýjan ráðherra félags- og jafnréttismála á næsta fund aðgerðahópsins, þann 1. febrúar n.k. Rætt verði um fyrirætlanir ráðherra um lögfestingu jafnlaunavottunar fyrirtækja og stofnana og gefst þá tækifæri fyrir fulltrúa í aðgerðahópnum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

 

Fleira var ekki rætt.

RGE

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta