Hoppa yfir valmynd
20.09.2017 11:50 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

45. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar: 45. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund:
Velferðarráðuneytið, 20. september 2017, kl. 14.15–16.00.
Málsnúmer:
VEL17020025.

Mætt: Sigrún Helga Lund formaður (SHL), Anna Rós Sigmundsdóttir (ARS, KÍ), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA), Halldóra Friðjónsdóttir (HF, FJR), Guðný Einarsdóttir Jóna Pálsdóttir (JP, MMR), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, SÍS), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Rán Ingvadóttir (RI, VEL) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps

Forföll boðuðu: Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB)

Fundarritarar: Brynhildur Magnúsdóttir (BM), Rósa G. Erlingsdóttir (RGE).

Gestir: Guðný Finnsdóttir, verktaki í velferðarráðuneytinu.

 

45. fundur
20. september 2017, kl. 14.15–16.00

 

Dagskrá        

 

 

1. Fundargerð síðustu funda

 

            Fundargerðir 43. og 44. funda lagðar fram og samþykktar.

 

2. Sértæk viðmið fyrir vottunaraðila jafnlaunastaðalsins, starfshópur aðgerðahópsins um faggildingu og vottunarmál

 

Drögum af sértækum viðmiðunum fyrir vottunaraðila jafnlaunakerfa var dreift og voru fundarmenn hvattir til að senda inn athugasemdir. Drögin innihalda átta kafla sem enn eru í vinnslu. Rætt var um viðmiðin og m.a. lögð áhersla á að fram komi að sama aðila sé ekki heimilt að veita ráðgjöf og gera úttekt hjá sama atvinnurekanda. Hafi úttektaraðili veitt viðkomandi ráðgjöf þurfa að hafa líða tvö ár hið minnsta að úttekt. 

 

Rætt var um þær mismunandi leiðir að vottun og/eða staðfestingu á jafnlaunakerfi sbr. lög um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðlinn. Voru fundarmenn sammála um að við vinnu við undirbúning gildistöku laga um jafnlaunavottun verði lögð áhersla á vottunarleiðina þó svo að heimild um staðfestingu hagsmunaðila verði áfram í lögunum. Hægt verði virkja staðfestingarleiðina síðar kjósi aðilar vinnumarkaðarins svo og þegar meiri reynsla er komin á vottunarferlið.

 

Sagt var frá fundi vinnuhóps um gerð viðmiðanna með norskum sérfræðingi og Faggildingarsviði Einkaleyfastofu. Fundurinn hafi bæði verið fróðlegur og gagnlegur. Á honum kom fram að í Noregi hafi reynslan sýnt að eftirliti með hagsmunaaðilum sé ábótavant þegar þeir staðfesta innleiðingu á stöðlum.

 

Faggiltir vottunaraðilar eru vottaðir einu sinni á ári sem er kostnaðarsamt en það sama gildir ekki um hagsmunaaðila og þ.a.l. er þjónusta vottunaraðila dýrari. Skilgreind viðmið eða hæfniskröfur þurfi að koma frá stjórnvöldum og ekki megi veita afslátt af gæðakröfum sem skilgreindar séu í staðlinum. Gera þurfi kröfur um að hagsmunaaðilar hafi til að bera sambærilega hæfni til að staðfesta innleiðingu jafnlaunakerfa og jafnvel þurfi að setja á fót sérstaka stofnun til að sinna eftirlitshlutverki þar sem ekki sé ákjósanlegt að veita afslátt af gæðum úttekta og staðfestingar. Faggildingarsvið Einkaleyfisstofu sinnir eingöngu eftirliti með faggiltum vottunarstofum.

 

 

 

3. Reglugerð um vottun og staðfestingu á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, framkvæmd eftirlits o.fl.

 

Grófum drögum að nýrri reglugerð um jafnlaunavottun til samræmis við lög nr. 56/2017 var dreift til fundarmanna. Drögin fjölluðu bæði um leið b (staðfestingarleið) og leið c (vottunarleið). Rætt var um hugmyndir að útfærslu á leið b (staðfestingarleið) og sagt frá fyrirhuguðum fundi ráðherra og formanna samtaka aðila á vinnumarkaði þar sem þetta heimildarákvæði yrði sérstaklega rætt. Fyrir næsta fund aðgerðarhópsins verða því endurskoðuð drög send fulltrúum í aðgerðahópnum og verða þau til umræðu á næsta fundi.

 

Jafnframt var sagt frá fyrirhuguðum fundi ráðherra með Staðlaráði Íslands. Ráðherra leggur áherslu á að ná samkomulagi við Staðlaráð um hvernig megi tryggja aðgengi að efni jafnlaunastaðlsins án þess að brjóta á höfundarréttti Staðlaráðs.

 

Upplýst var um að velferðarráðuneytið hefur lokið við innleiðingu staðalsins og bíður niðurstöðu úttektar og vottunar hjá Vottun hf. Umhverfisráðuneytið fékk nýlega vottun hjá BSI á Íslandi. 

 

Jafnlaunamerkið hefur verið veitt nokkrum atvinnurekendum og er það gert á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerðinni þar til 31. des. 2019. Ráðuneytið mun í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar hafa reglulegt samráð við vottunaraðila um framkvæmd vottunar. Vottunaraðilar verða næst boðaðir á fund þegar reglugerð um vottun jafnlaunakerfa og reglur um notkun jafnlaunamerkisins verða kynntar.

 

 

4. Drög að dagskrá jafnréttisþings 26.– 27.10 - afhending jafnlaunagripsins.

 

Sagt frá drögum dagskrár jafnréttisþings sem fyrirhugað var að halda dagana 26.– 27. október. Þinginu verður jafnvel frestað fram yfir áramót eða þar til að ný ríkisstjórn hefur tekið við en á meðal áherslumála á dagskrá er umfjöllun um bann við mismunun og útvíkunn jafnréttishugtaksins sem og jafnrétti á vinnumarkaði og jafnlaunamál. Kjörið er að nýta þingið til að fjalla um jafnlaunavottun.

 

5. Önnur mál

 

Fleira var ekki til umræðu. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta