Algengar spurningar um jafnréttismál
Sögu kvenna- og jafnréttisbaráttunnar er að finna víðsvegar á vefnum.
- Á vef Stjórnarráðsins má finna samantekt um sögu jafnréttisráðs.
- Á vef Kvennasögusafns má finna ýmsar upplýsingar um kvennabaráttuna, t.d. um ártöl og áfanga í kvennabaráttunni, kvennafrídaginn og skjöl frá félögum og samtökum sem tengjast kvennabaráttunni. Einnig má finna þar undirsíðu að nafni Konur og stjórnmál.
- Á vef kvennalistinn.is er haldið utan um sögu Kvennalistans með nákvæmum hætti.
- Á vef Icelandic Feminist Initiative, sem haldið er út af konum sem hafa tekið þátt í kvennabaráttunni um áratuga skeið, er að finna ýmsar upplýsingar um söguna, m.a. tímalínu um áfanga í kvennabaráttunni.
- Á vefsíðu Alþingis er að finna yfirgripsmikið efni um kosningarétt kvenna og konur á Alþingi.
- Á vef Hinsegin daga er að finna tímalínu um misrétti og réttarbætur hinsegin fólks á Íslandi.
Samráðsvettvangur um jafnréttismál kynja er kallaður saman minnst einu sinni á ári. Þá fundar samráðsvettvangurinn með fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Hlutverk samráðsvettvangsins er að vera ráðherra jafnréttismála til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna og skal ráðherra funda einu sinni á ári með samráðsvettvanginum. Sjá nánar um samráðsvettvanginn.
Jafnréttisáætlun er formlega samþykkt áætlun um aðgerðir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að leiðarljósi. Jafnréttisáætlanir taka fyrst og fremst á stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 150/2020 ber öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Í jafnréttisáætlun þurfa að koma fram markmið og gera þarf áætlun um hvernig á að ná þeim markmiðum til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 6.–14. gr. jafnréttislaga. Þessi réttindi lúta t.a.m. að launajafnrétti, lausum störfum, starfsþjálfun, endurmenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Sögu kvenna- og jafnréttisbaráttunnar er að finna víðsvegar á vefnum.
- Á vef Kvennasögusafns má finna ýmsar upplýsingar um kvennabaráttuna, t.d. um ártöl og áfanga í kvennabaráttunni, kvennafrídaginn og skjöl frá félögum og samtökum sem tengjast kvennabaráttunni. Einnig má finna þar undirsíðu að nafni Konur og stjórnmál.
- Á vefnum kvennalistinn.is er haldið utan um sögu Kvennalistans með nákvæmum hætti.
- Á vef Icelandic Feminist Initiative, sem haldið er út af konum sem hafa tekið þátt í kvennabaráttunni um áratuga skeið, er að finna ýmsar upplýsingar um söguna, m.a. tímalínu um áfanga í kvennabaráttunni.
- Á vef Alþingis er að finna yfirgripsmikið efni um kosningarétt kvenna og konur á Alþingi.
- Á vef Alþingis er að finna yfirgripsmikið efni um kosningarétt kvenna og konur á Alþingi.
- Á vef Hinsegin daga er að finna tímalínu um misrétti og réttarbætur hinsegin fólks á Íslandi.
Þegar þriggja mánaða fæðingarorlof til allra kvenna var samþykkt árið 1975 fylgdu ákvæði um að faðirinn gæti tekið einn mánuð með samþykki móður. Með endurskoðun laganna 1989 varð foreldraorlofið 6 mánuðir en einn mánuður var festur móðurinni, foreldrar gátu skipt hinum að vild milli sín. Árið 2000 var svo komið á fæðingar- og foreldraorlofi þar sem feður fengu sjálfstæðan rétt og stofnaður fæðingarorlofssjóður. Ný lög um fæðingar- og foreldraorlof voru samþykkt 2020. Með þeim varð sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Heildarréttur er því nú 12 mánuðir.
Jafnrétti
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.