Hoppa yfir valmynd
C. Forvarnir í grunnskólum í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar

Lýsing á aðgerð

C.5. Forvarnir í félagsmiðstöðvum.

 Fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni verði beint til unglinga í gegnum félagsmiðstöðvar. Stígamótum verði falið að halda áfram fræðslu til starfsfólks félagsmiðstöðva sem fram hefur farið í tengslum við átakið Sjúk ást. Þannig verði fest í sessi það fyrirkomulag að unglingar sem sækja árlegt ball Samfés þurfi fyrst að fá fræðslu í félagsmiðstöð sinni. Skoðað verði hvernig megi styðja með frekari hætti forvarnastarf í félagsmiðstöðvum, einkum það sem beinist að því að þjálfa starfsfólk félagsmiðstöðva í að fjalla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni, svo sem með Ofbeldisforvarnaskólanum.

  • Mælikvarði: Allir unglingar sem sækja árlegt ball Samfés hljóti fræðslu Sjúkrar ástar í félagsmiðstöð sinni.
  • Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. á ársgrundvelli árin 2021–2025.
  • Ábyrgðaraðili: Stígamót.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Samfés, Ofbeldisforvarnaskólinn, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, Háskóli Íslands (tómstunda- og félagsmálafræði), Samtökin '78, Fjölmenningarsetur, Tabú og forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staða verkefnis

Árleg Sjúkást herferð fór í loftið um miðjan mars. Þema herferðarinnar í ár er Pælum í jafnvæginu og er áhersla lögð á það að skoða hluti sem koma samböndum og samskiptum úr jafnvægi. Markmiðið er að fá ungmenni til að rýna í eigin stöðu og hegðun og um leið huga að sínu jafnvægi. Hugmyndin var unnin upp úr gögnum Sjúktspjall, en ljóst er að mörg ungmenni eru ómeðvituð um eigin stöðu og fara yfir mörk annarra án þess að gera sér grein fyrir því eða taka þátt í hlutum sem þau vilja ekki, oft sökum þess ójafnvægis sem er til staðar í þeirra samskiptum. Í herferðinni var vegasalt notað til að sýna fram á jafnvægi og ójafnvægi og ákveðin hegðun eða staða notuð til að sýna hvort manneskja væri í ráðandi eða veikari stöðu í samskiptum og sambandinu. Þættir á borð við frægð, að vera efnameiri, eldri, æstur, reynslumeiri, sjálfsöruggur, líkamlega sterkur og að suða vógu þyngra og settu einstakling í ráðandi stöðu. Þættir á borð við hræðslu, óöryggi, að vera yngri, frjósa, ekki með fulla meðvitund, stress, í ójafnvægi, að upplifa pressa og vilja ekki særa vógu léttar og settu einstakling í veikari stöðu. Var vegasaltið notað í prentuðu efni, í myndböndum þar sem fólk var fengið til að vega salt og var svo útbúið gagnvirkt vegasalt á vefsíðu Sjúkást þar sem ungmenni geta skoðað sína stöðu og stöðu þess sem þau eru í samskiptum við til að pæla í jafnvæginu. Í herferðinni var sumt efni Sjúkást uppfært, svo sem Sambandsrófið og Kynlíf vs. kynferðisofbeldi og það þýtt yfir á ensku. Eins og áður var fræðslupakki útbúinn fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og innihélt hann glærur, handrit, drög að bréfi, myndbönd og myndir sem og ýmis verkefni sem hægt var að vinna með ungmennum. Kynning var haldin á fræðslupakkanum og upptaka af kynningunni einnig aðgengileg. Fræðslupakkinn var sendur á allar félagsmiðstöðvar og framhaldsskóla og opinn hverjum þeim sem hann vilja nýta. Prentað efni herferðarinnar var sent á allar félagsmiðstöðvar landsins sem og ungmennahúsum og framhaldsskólum ásamt öðrum, en það voru veggspjöld herferðarinnar ásamt veggspjöldum með uppfærðu Sambandsrófi og Kynlífs vs. kynferðisofbeldi og veggspjald sem nýttist í verkefni. Eins og áður hefur Sjúkást fræðsla verið skilyrði fyrir þau sem ætla sér á Samfestinginn. Þá var herferðin mjög sýnileg á samfélagsmiðlum og deildu margar félagsmiðstöðvar myndböndum og skilaboðum úr herferðinni með sínum fylgjendum.
 
Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta