Lýsing á aðgerð
A.6. Mat á áhrifum aðgengis barna og ungmenna að klámi.
Framkvæmt verði mat á áhrifum stafræns aðgengis barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Matið verði notað til að gera tillögur að aðgerðum sem stuðla að kynheilbrigði ungs fólks.
- Mælikvarði: Mat hafi verið framkvæmt og niðurstöður liggi fyrir við árslok 2021.
- Kostnaðaráætlun: 3 millj. kr. á árinu 2021.
- Ábyrgðaraðili: Heilbrigðisráðuneyti.
- Dæmi um samstarfsaðila: Félagsmálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, Jafnréttisstofa, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, embætti landlæknis, SAFT, Samtökin '78 og Stígamót.
Staða verkefnis
Embættið landlæknis hefur nú gefið út skýrsluna Mat á áhrifum af stafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Skýrslan var unnin af starfsfólki embættisins með gögnum frá Rannsóknum og greiningu. Í samantekt á vef embættis landlæknis eru dregnar saman helstu niðurstöður matsins ásamt frekari umfjöllun um efnið og ábendingum um leiðir til úrbóta.
Verkefninu telst vera lokið.