Hoppa yfir valmynd
B. Forvarnir í leikskólum

Lýsing á aðgerð

B.3. Velferð og öryggi barna í leikskólum. 

Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum verði uppfærð með tilliti til forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Við uppfærsluna verði litið til varúðarráðstafana sem draga úr hættu á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni eigi sér stað innan veggja leikskóla eða í tengslum við leikskólastarf, þar á meðal í ferðum á vegum leikskóla. Sérstaklega verði hugað að þörfum og aðstæðum jaðarsettra hópa, svo sem fatlaðra barna og barna sem hafa annað móðurmál en íslensku.

  •  Mælikvarði: Handbókin hafi verið uppfærð árið 2025.
  •  Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  •  Ábyrgðaraðili: Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, embætti landlæknis, Barnaverndarstofa, Þroskahjálp og Tabú.

Staða verkefnis

Handbókin Velferð og öryggi barna í leikskólum er komin út rafræn á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta