Lýsing á aðgerð
B.3. Velferð og öryggi barna í leikskólum.
Handbók um velferð og öryggi barna í leikskólum verði uppfærð með tilliti til forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Við uppfærsluna verði litið til varúðarráðstafana sem draga úr hættu á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni eigi sér stað innan veggja leikskóla eða í tengslum við leikskólastarf, þar á meðal í ferðum á vegum leikskóla. Sérstaklega verði hugað að þörfum og aðstæðum jaðarsettra hópa, svo sem fatlaðra barna og barna sem hafa annað móðurmál en íslensku.
- Mælikvarði: Handbókin hafi verið uppfærð árið 2025.
- Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
- Ábyrgðaraðili: Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
- Dæmi um samstarfsaðila: Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, embætti landlæknis, Barnaverndarstofa, Þroskahjálp og Tabú.
Staða verkefnis
Verkefninu telst vera lokið.