Lýsing á aðgerð
B.4. Forvarnir í heilsugæslu.
Þekking starfsfólks í heilsugæslu í ung- og smábarnavernd á merkjum um ofbeldi verði aukin. Í því skyni verði netnámskeið fyrir starfsfólk leikskóla nýtt, sbr. aðgerð A.4. Samhliða verði því fylgt eftir að fræðsluefni um ofbeldi sé kynnt fyrir foreldrum í fjögurra ára skoðun.
- Mælikvarði: 90% starfsfólks í ung- og smábarnavernd hafi lokið netnámskeiði og fræðsluefni um ofbeldi sé kynnt fyrir öllum foreldrum í fjögurra ára skoðun.
- Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
- Ábyrgðaraðili: Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
- Dæmi um samstarfsaðila: Heilbrigðisráðuneyti, Barnaverndarstofa, embætti landlæknis og Barnaheill.
Staða verkefnis
Netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni var kynnt fyrir starfsfólki ung- og smábarnaverndar á landsvísu í lok júní 2023. Samhliða netnámskeiðinu fyrir starfsfólk í heilsugæslu þá er foreldrum barna sem koma í 2½ árs skoðun gefin bókin Líkaminn fyrir fyrir 0-6 ára frá Barnaheill og fræðslunni fylgt eftir af hjúkrunarfræðingum í 4 ára skoðun sem liður í forvörnum og fræðslu um vernd gegn kynferðislegu ofbeldi samkvæmt Leiðbeiningum um ung- og smábarnavernd frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Bókin Líkaminn minn 0-6 ára kom út árið 2022 í stað bókarinnar Þetta er líkaminn minn sem hefur verið dreift til foreldra í ung- og smábarnavernd frá árinu 1998 í samstarfi við Barnaheill.
Verkefnið telst vel á veg komið.