Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.2. Fræðsla starfsfólks. 

Starfsfólk framhaldsskóla hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfa framhaldsskólanemum. Skólastjórnendur beri ábyrgð á fræðslunni með stuðningi frá forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og í samstarfi við tengilið við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og námsráðgjafa. Tryggt verði að allt starfsfólk hljóti lágmarksfræðslu á netnámskeiði, sbr. aðgerð A.4. Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga bjóði upp á frekari fræðslu og umræðu og stjórnendur framhaldsskóla nýti annað fræðsluefni til að tryggja viðunandi þekkingu og þjálfun starfsfólks.

  • Mælikvarði: 90% kennara og starfsfólks framhaldsskóla hafi lokið netnámskeiði fyrir lok árs 2025.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Skólameistarar framhaldsskóla.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélag Íslands, tengiliður við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli, Barnaverndarstofa og frjáls félagasamtök.

Staða verkefnis

Aðgerðin er komin vel á veg. Haldin var fundarröð með starfsfólki framhaldsskóla í upphafi árs 2024 þar sem netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu fyrir starfsfólk framhaldsskóla, sbr. aðgerð A.4., var kynnt og minnt á að kallað yrði eftir upplýsingum frá skólameisturum skólanna í lok skólaárs 2024, um fjölda starfsfólks sem lokið hefur námskeiði Barna- og fjölskyldustofu. Svör bárust frá 26 framhaldsskólum, sem gerir um 74% svörun.

Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta