Lýsing á aðgerð
F.2. Mat á árangri einstakra aðgerða.
Árlega verði gerð samantekt yfir stöðu á öllum mælikvörðum sem fram koma í ályktun þessari og hún kynnt samhæfingarhópi, sbr. aðgerð F.3, ásamt yfirliti yfir störf forvarnafulltrúa. Forvarnafulltrúi skili einnig heildstæðri samantekt til forsætisráðuneytis í tengslum við mótun nýrrar aðgerðaáætlunar fyrir árin 2026–2030. Tekið verði mið af áætlun þessari við gerð stefnumarkandi landsáætlunar um framfylgd samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins) frá 2011.
- Mælikvarði: Árlegt yfirlit yfir alla mælikvarða og störf forvarnafulltrúa kynnt fyrir samhæfingarhópi.
- Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
- Ábyrgðaraðili: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Dæmi um samstarfsaðila: Forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og allir ábyrgðaraðilar fyrir einstakar aðgerðir.
Staða verkefnis
Aðgerðinni er lokið. Forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga vinnur heildstæða samantekt til forsætisráðuneytisins ásamt samantekt yfir stöðu á öllum mælikvörðum og skilar inn fyrir árslok hvert ár. Þessi aðgerð er unnin árlega.
Verkefninu telst vera lokið.