Hoppa yfir valmynd
F. Eftirfylgni og mat á árangri

Lýsing á aðgerð

F.3. Eftirfylgni og ábyrgð á framkvæmd.

Forsætisráðuneyti beri ábyrgð á samhæfingu vegna framkvæmdar þessarar áætlunar og eftirfylgni hennar. Ráðuneytið og forvarnafulltrúinn vinni í sameiningu drög að nýrri aðgerðaáætlun fyrir árin 2026–2030. Forsætisráðuneytið kalli saman alla aðila sem bera meginábyrgð á aðgerðum samkvæmt áætluninni, þar sem því verður við komið, a.m.k. einu sinni á ári og oftar ef þurfa þykir. Sá hópur verði forvarnafulltrúanum til stuðnings og ráðgjafar og leggi mat á árangur aðgerðaáætlunarinnar. Þá fái hópurinn tillögu að nýrri aðgerðaáætlun til umsagnar.

  • Mælikvarði: Að aðgerðaáætlunin sé komin að fullu til framkvæmda í lok árs 2025.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Forsætisráðuneyti.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, félagsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og ábyrgðaraðilar fyrir einstakar aðgerðir.

Staða verkefnis

Forsætisráðuneytið hefur skipað stýrihóp um framfylgd þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025. Markmið með starfi stýrihópsins er að koma á samhæfðum vinnubrögðum, skýra ábyrgð, greina skörun og koma á góðu samstarfi ábyrgðaraðila við framfylgd áætlunarinnar. 

Þá er búið birta mælaborð um stöðu aðgerða í þingsályktuninni og fyrsta stöðutaka hefur verið birt og miðar hún við stöðutöku í október 2021. Í kjölfarið verður staða aðgerða tekin saman tvisvar á ári og mælaborðið uppfært til samræmis við það.  

Verkefninu telst vera lokið en eftirfylgni og staða aðgerða er viðvarandi verkefni út gildistíma þingsályktunarinnar.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta