Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.4. Námsefni fyrir starfsbrautir.

 Þróað verði gagnvirkt námsefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni fyrir nemendur starfsbrauta. Efnið taki mið af námsefni fyrir framhaldsskóla, sbr. aðgerð D.3, en verði hannað sérstaklega með tilliti til þarfa nemenda á starfsbrautum og innihaldi greinargóðar kennsluleiðbeiningar. Efnið verði kynnt öllum framhaldsskólum sem halda úti námi á starfsbrautum og það einnig vistað á vefsvæði Menntamálastofnunar.

  •  Mælikvarði: Nýtt námsefni fyrir nemendur á starfsbrautum verði tilbúið fyrir árslok 2023.
  • Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. á árinu 2023.
  •  Ábyrgðaraðili: Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Barnaverndarstofa, Félag framhaldsskólakennara, Jafnréttisstofa, Félag starfsbrautakennara, réttindagæslumaður fatlaðs fólks, Átak – félag fólks með þroskahömlun, Þroskahjálp og Tabú.

Staða verkefnis

Námsefni fyrir starfsbrautir hefur verið safnað saman og er aðgengilegt á vefsvæðinu Stopp ofbeldi! Starfsbrautir

Um er að ræða nemendaefni í formi mynda og ítarlegar kennsluleiðbeiningar. 
Efnið heitir Kynþroskaárin og Allt um ástina. Höfundar efnisins starfa á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Verkefninu telst vera lokið.


Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta