Hoppa yfir valmynd
C. Forvarnir í grunnskólum í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar

Lýsing á aðgerð

C.3. Þróun og gerð námsefnis fyrir grunnskóla. 

Tryggt verði að grunnskólar hafi aðgang að vönduðu námsefni sem stuðli að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og henti grunnskólabörnum á öllum aldri, sbr. grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Farið verði heildstætt yfir það náms- og fræðsluefni sem til er og það uppfært og endurútgefið eftir því sem við á. Þá verði nýtt gagnvirkt efni þróað sem byggist á gagnreyndri þekkingu og hæfi aldri og þroska nemenda og taki mið af notkun barna á stafrænni tækni. Við námsefnisgerð verði tekið tillit til ólíkra þarfa og aðstæðna kynjanna og mismunandi einstaklinga og hópa, svo sem fatlaðra barna, hinsegin barna og barna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Einkum verði lögð áhersla á námsefni sem fjallar með beinum og opinskáum hætti um eðli og afleiðingar kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni. Jafnframt verði útbúið vandað námsefni um kynheilbrigði og kynhegðun, sbr. þingsályktun nr. 35/149, um áætlun fyrir árin 2019–2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Efninu fylgi greinargóðar leiðbeiningar til kennara og annars starfsfólks um notkun þess. Námsefnið verði aðgengilegt á vef Menntamálastofnunar og verði öllum opið og frjálst til notkunar.

  • Mælikvarði: Námsefni fyrir öll skólastig grunnskóla verði tilbúið fyrir árslok 2023.
  • Kostnaðaráætlun: 3 millj. kr. árið 2021, 3 millj. kr. árið 2022 og 2 millj. kr. árið 2023. Fjármagnið fer í höfundalaun, myndefni, prentun, kennsluleiðbeiningar, vefefni og hljóðbók.
  • Ábyrgðaraðili: Menntamálastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofa, Jafnréttisstofa, umboðsmaður barna, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, embætti landlæknis, Barnaheill, Stígamót, Tabú, Fjölmenningarsetur, Samtökin '78 og Þroskahjálp.

Staða verkefnis

Búið er að opna vefinn Ég veit,  www.egveit.is sem er efni fyrir leikskóla og 1. - 4. bekk grunnskóla sem fjallar um ofbeldi í víðum skilningi og þar með talið um kynbundið ofbeldi og áreiti.  Efni fyrir 5. – 7. bekk, 8.-10. bekk og framhaldsskóla er í vinnslu og verður tilbúið í lok janúar 2025.

Bókin Kyn, kynlíf og allt hitt er komin út ásamt kennsluleiðbeiningum. 

Vefurinn Sjálfbærni er kominn út og í honum er kafli 2 um jafnrétti kynjanna og mannréttindi.   https://mms.is/namsefni/sjalfbaerni-nemendabok

Verið er að vinna að efni fyrir unglinga sem heitir Kynlíf sem er uppfærsla á efni sem áður hét Kynlíf stelpur og strákar. Verkefnið er í umbroti og hönnun. 

Stopp ofbeldi er sífellt í uppfærslu og þar bætist við efnið reglulega. 

Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta