Lýsing á aðgerð
D.5. Efling kynjafræðikennslu.
Staðið verði að kynningarátaki um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum og þar á meðal um gildi þess að gera kynjafræði að skyldufagi, sbr. 23. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Samhliða verði námsefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og um kynheilbrigði og kynhegðun kynnt fyrir framhaldsskólakennurum, sbr. aðgerð D.3.
- Mælikvarði: Kynningarátak um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum hafi átt sér stað á árinu 2022.
- Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr. á árinu 2022.
- Ábyrgðaraðili: Jafnréttisstofa.
- Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélag Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, menntavísindasvið háskólanna og embætti landlæknis.
Staða verkefnis
Námsefni fyrir framhaldsskóla sbr. aðgerð D.3. er tilbúið að vef MMS. Kennsluefnið hefur þegar verið kynnt fyrir skólameisturum og kennurum framhaldsskóla ásamt mikilvægi kynjafræðikennslu. Vinna við kynningar á efninu og mikilvægi kynjafræðikennslu mun halda áfram .
Verkefninu telst vera lokið.